Bild var myndalaust í gær

Það voru engar myndir í þýska blaðinu Bild í  gær.  Bild tók einnig út allar ljósmyndir á heimasíðunni.    „Með þessu vildi ritstjórn blaðsins vekja fólk til umhugsunar um stöðu flóttafólks og einnig að mótmæla þeirri gagnrýni sem það fékk fyrir að birta mynd af látnum sýrlenskum dreng“, segir í áhugaverðri umfjöllun Þorvaldar Arnar Kristmundssonar ljósmyndara í pistli á fréttavef fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri, Landpóstinum.

Hér má sjá pistil Þorvaldar

Hér má sjá annan pistil frá Þorvaldi um breytinguna á útliti Fréttablaðsins

 

http://www.landpostur.is/is/frettir/almennt/mynd-an-mynda