Fréttir

Vinnustofa með Just Loomis

Vinnustofa með Just Loomis

  Ljósmyndadeild Tækniskólans og Endurmenntunarskólinn standa fyrir námskeiði í skapandi portrettmyndatöku á vegum hins þekkta bandaríska ljósmyndara Just Loomis. Just Loomis hóf feril sinn í ljósmyndun á 8. áratugnum sem aðstoðarmaður Helmut Newton, eins þekktasta tískuljósmyndara heims.  Félögum í BÍ sem hug hafa á að sækjanámskeiðið er bent á að þeir gætu sótt um styrk í Endurmenntnarsjóð BÍ. Á 9. áratugnum var Just Loomis  eftirsóttur tískuljósmyndari beggja vegna Atlantshafs og myndaði m.a. fyrir tímarit á borð við Harper's Bazaar, British Vouge, Vanity Fair, The New Yorker og The New York Times Magazine. Auk tískumyndatöku starfaði Loomis við portrettmyndatökur af frægu fólki. Í því sambandi má nefna Madonna, Carla Bruni, Uma Thurman, Calvin Klein og David Lynch. Þar að auki hefur hann myndað tónlistarfólk á borð við hljómsveitina a-ha, Eric Clapton, John Fogerty, George Benson, Amy Grant, Patty Griffin og KD Lang. Frá því laust fyrir aldamót hefur Just Loomis helgað sig persónulegri, listrænni verkefnum einkum á sviði portrettmyndatöku. Sú vinna hefur m.a. getið af sér einkasýningu í Lincoln Center í New York 2009 og tilnefningu til Deutscher Fotobuchpreis fyrir bókina „As We Are” 2010. Sú bók var einnig kosin „Photobook of the Year” af tímaritunum Communication Arts og Photo District News. Sjá einnig hér   
Lesa meira
Hér má sjá Hjálmar Jónsson formann BÍ og nokkra gamla félagsmenn ræða málin í nýja salnm á dögunum e…

Blaðamannaklúbburinn

Við formlega opnun nýja salarins í húsakynnum BÍ sl. föstudagskvöld var salnum gefið nafnið  Blaðamannaklúbburinn. en nafnið vísar til samkomustaðar blaðamanna í turnherbergi á Hótel Borg í upphafi sjöunda áratugarsins sem kallað var Blaðamannaklúbburinn. Við þetta sama tækifæri voru níu blaðamenn heiðraðir fyrir yfir 40 ára feril í blaðamennsku og fengu þeir gullmerki BÍ. Þeir sem merkið fengu voru:   Freysteinn Jóhannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Þröstur Haraldsson, Arnór G. Ragnarsson, Árni Jörgensen og Ágúst Ingi Jónsson.  
Lesa meira
Gullmerki Blaðamannafélags Íslands

Nýr salur í notkun og blaðamenn sæmdir gullmerki

Í dag, föstudaginn 5. febrúar klukkan 19-21, verður  formlega tekinn í notkun nýr salur Blaðamannafélags Íslands í austurenda hússins í Síðumúla 23. Við þetta tækifæri verður salnum gefið nafn. Sömuleiðis verða nokkrir blaðamenn heiðraðir og hljóta gullmerki félagsins fyrir langan og farsælan feril í blaðamennsku og störf í þágu Blaðamannafélagsins. Matur og drykkur á boðstólum. Vinsamlegast skráið ykkur hér á heimasíðu BÍ press.is á skráningarhnapp á forsíðu, svo hægt sé að áætla nokkurn veginn fjölda þeirra sem hyggjast koma.  Eftirtaldir blaðamenn fá gullmerki félagsins: Freysteinn Jóhannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Þröstur Haraldsson, Arnór G. Ragnarsson, Árni Jörgensen og Ágúst Ingi Jónsson.      
Lesa meira
Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum
Tilkynning

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni? Hvernig geta rannsakendur og fjölmiðlafólk bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni? Hvaða heimildum er treystandi? Þetta er umræðuefni málþings sem Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir á Íslandi 8. mars 2016. Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni „Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum“ (Missbruk av Fakta? Alkohol och droger i medierna) sem verður haldin að þessu sinni í Reykjavík. Fagfólk fer fyrir yfir góð dæmi og önnur síðri um umfjöllum um áfengi og önnur vímuefni. Sem dæmi má nefna hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um hvort einkasala ríkisins á áfengi eigi rétt á sér eða ekki. Hvernig getum við forðast slagsíðu í umfjöllun fjölmiðlanna? Allir eru velkomnir á málstofuna þriðjudaginn 8. mars, klukkan 9.30 –12.00 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykjavík.   Málstofan fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.  Vinsamlegast skráið ykkur á málstofuna: REGISTRATION   Drög að dagskrá 9.30 –10.00 Morgunmatur 10.00-10.15 Setning málstofu, Jessica Gustafsson, upplýsingafulltrúi, Nordens Välfärdscenter Fundarstjóri: Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is 10.15 –10.30 Vínbúðin í fjölmiðlum, Rafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis 10.30 –11.30 PallborðsumræðurRafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis Ólöf Skaftadóttir, blaðamaður, Fréttablaðið Jóna Margrét Ólafsdóttir, Aðjunkt í félagsráðgjafardeild, Háskóla Íslands Aðrir þátttakendur tilkynntir síðar Frekari upplýsingar:Jessica Gustafsson upplýsingafulltrúi, sími +358 40 060 5752, netfang: jessica.gustafsson@nordicwelfare.org     
Lesa meira
Alvarlegt brot hjá Hringbraut

Alvarlegt brot hjá Hringbraut

Siðanefnd BÍ hefurúrskurðað í máli Björns Inga Hrafnssonar og Vefpressunnar ehf. gegn Hringbraut.is og Sigmundi Erni Rúnarssyni. Málið fjallar um frétt Hringbrautar um fjármögnun Vefpressunnar og miðla í eigu hennar þar sem því var haldið fram að fjármunir til rekstrar miðla fyrirtækisins kæmu frá aðilum tengdum Sigmundi Davíð Gunnaugssyni forsætisráðherra. Fréttin byggði á pistli eftir Ólaf Jón Sívertsen á Hringbraut.is, sem sem mun vera dulnefni. Brotið varðar 3. grein siðareglna og er alvarlegt. Sjá úrskurðinn hér  
Lesa meira
Hér má sjá eldri blaðamenn og formann félagsins  hittast og ræða málin og taka forskot á sæluna í hi…

Salur formlega tekin í notkun á föstudag

Á föstudaginn kemur, 5. febrúar  klukkan 19-21 verður formlega tekinn í notkun nýr salur Blaðamannafélags Íslands í austuenda hússins að Síðumúla 23, þar sem skrifstofur BÍ eru. Við það tækifæri verður tilkynnt um nafn salarins. Við sama tækifæri stendur til að heiðra nokkra blaðamenn fyrir langan og farsælan feril í blaðamennsku og störf í þágu Blaðamannafélagsins í gegnum tíðina.  Matur og drykkur verður á boðstólum og eru félagsmenn og makar þeirra hvattir til að mæta.  Vinsamlegast skráið ykkur hér á  press.is á skráningarhnapp sem er hér á forsíðunni   til þess að hægt sé að áætla nokkurn veginn fjölda þeirra sem hyggjast koma.      
Lesa meira
Skora á pólska blaðamenn að standa vörð um blaðamennsku

Skora á pólska blaðamenn að standa vörð um blaðamennsku

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt tveimur öðrum evrópskum fjölmiðlasamtökum  hafa að aflokinni tveggja daga vinnu- og upplýsingaferð til Póllands skorað á pólska blaðamenn að standa vörð um grundvallaratriði blaðamennsku og frelsis fjölmiðla. Þessi áskorun kemur í kjölfar þess að pólsk stjórnvöld hafa gert umdeildar breytingar á umgjörð almannaútvarps þar í landi Ríkisútvarpinu og heimilað fjármálaráðherra landsins að reka og ráða beint fólk sem er í stjórnunarstöðum hjá stofnuninni.  Þessi löggjöf hefur sætt mikilli gagnrýni og þykir hún vega mjög að sjálfstæði almannaútvarpsins.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Tilnefningarfrestur styttist!

Tilnefningarfrestur styttist!

Skilafrestur tilnefninga til dómnefndar vegna Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2015 rennur út í lok þessarar viku og er kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. janúar. Eins og  síðustu ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2015  • Viðtal ársins 2015  • Rannsóknarblaðamennska ársins 2015  • Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Hægt er að senda inn tilnefningar  til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti – með hnappnum „Tilnefnið hér“ hér til hliðar á síðunni. Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 27. febrúar og viku síðar, þann 5. mars verða verðlaunin sjálf afhent samhliða því að sýning Blaðaljósmyndarafélagsins „Myndir ársins“ verður opnuð í Perlunni. Sjá reglugerð um Blaðamannaveriðlaun B.Í.
Lesa meira
Jan Grarup

Jan Grarup með fyrirlestur

Föstudaginn 22. janúar býður Blaðaljósmyndarafélag Íslands upp á fyrirlestur með Jan Grarup. Jan Grarup er danskur heimilda- og fréttaljósmyndari. Hann hefur starfað við fagið í um 25 ár í Danmörku og víðar, meðal annars á Politikken og fyrir umboðsskrifstofuna NOOR og starfar nú fyrir þýsku umboðsskrifstofuna Laif, ásamt því að vinna að heimildarverkefnum víðsvegar um heiminn. Jan hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum á ferlinum bæði í Danmörku og víða. Hann hefur t.d. unnið 8 sinnum til verðlauna í World Press Photo, þar af 3 sinnum fyrstu verlaun. Nýlega var þáttaröðin „Helvedes helte“  sýnd á RÚV og í einum þættinum var fylgst með störfum hans í Afríku. Það er mikill fengur að fá Jan Grarup hingað til lands.  Fyrirlesturinn fer fram í nýjum og glæsilegum sal Blaðamannafélags Íslands og hefst kl. 17.00. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði þannig að það verður að ská sig til að tryggja sér sæti. Skráningarform hér  
Lesa meira
Tilnefningafrestur til hádegis 29. janúar

Tilnefningafrestur til hádegis 29. janúar

Verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna BÍ óskar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir árið 2015, en verðlaunin  í 13. skipti þann 5. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en  skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. janúar. Eins og  síðastu ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2015  • Viðtal ársins 2015  • Rannsóknarblaðamennska ársins 2015  • Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Hægt er að senda inn tilnefningar  til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti – með hnappnum „Tilnefnið hér“ hér til hliðar á síðunni. Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 27. febrúar og viku síðar, þann 5. mars verða verðlaunin sjálf afhent samhliða því að sýning Blaðaljósmyndarafélagsins „Myndir ársins“ verður opnuð í Perlunni. Sjá reglugerð um Blaðamannaveriðlaun B.Í.  
Lesa meira