40 ár frá stofnun Dagblaðsins

Starfsfólk DB í upphafi
Starfsfólk DB í upphafi

 

Í dag eru 40 ár liðin frá því að Dagblaðið var stofnað. Stofnun DB  markaði mikil tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu og er tvímælalaust mikilvæg varða á leið blaðanna frá flokksblaðamennsku yfir í markaðsfjölmiðlun.  DV minnist stofnunar DB með veglegum hætti í dag og þar er m.a. að finna hringborðsumræður fimm starfsmanna DB  sem voru með frá byrjun sem Björn Jón Bragason stýrir. Þetta eru umræður þeirra  Jóhannesar Reykdal, útlitsteiknara blaðsins (JR), Jóns Birgis Péturssonar fréttastjóra (JBP), Sigurðar Hreiðars blaðamann (SH), Más E. M. Halldórssonar afgreiðslustjóra (MH) og Sveins R. Eyjólfssonar framkvæmdastjóra (SRE).

Hér má sjá þessar hringborðsumræður