Fréttir

Mogens Blicher Bjerregård

Mikilvægi samtaka blaðamanna

Mogens Blicher Bjerregård, forseti Evrópusambands blaðamanna, gerir mikilvægi stéttarfélaga/fagfélaga að umtalsefni í leiðara sínum í nýjasta fréttabréfi Evrópusamtakanna EJF FOCUS.   Hann segir að félög blaðamanna séu í lykilhlutverki við að varðveita til lengri tíma réttindi blaðamanna og vinnuskilyrði og þar með að stuðla að frjálsri fjölmiðlun á svæðinu. Bjerregård segir enn fremur að bæði EFJ og IFJ hafi á umliðnum árum beitt sér kröftuglega í réttindabaráttu blaðamanna í Evrópu og það muni áfram verða gert til að tryggja réttindi, starfsumhverfi og öryggi stéttarinnar. Sjá fréttabréfið hér  
Lesa meira
Verðlaunahafar ásamt ráðherra.

Jafnréttisviðurkenningar vegna fjölmiðla

Ritstjórn Framhaldsskólablaðsins, Halla Kristín Einarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir fengu í dag viðurkenningar Jafnréttisráðs á sviði jafnréttismála vegna fjölmiðlunar.  Tilnefningar Jafnréttisráðs voru veittar í þremur flokkum. 1) Til fjölmiðlis sem skarað hefur fram úr á sviði jafnréttismála.  2) Vegna þáttar, þáttaraðar, greinar eða annars afmarkaðs viðfangsefnis. 3) Til einstaklings sem með störfum sínum á fjölmiðli hefur unnið sérstaklega að jafnréttismálum. Framhaldsskólablaðið er sá fjölmiðill sem Jafnréttisráð telur hafa skarað fram úr, en blaðið kemur út ársfjórðungslega.  Í umsögn dómnefndar segir: „Á undanförnum misserum hafa birst langar og ítarlegar greinar og viðtöl um kvenréttindi og femínisma, kynjakvóta, #freethenipple hreyfinguna, kvennasögu og kosningarétt kvenna, kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, druslugönguna, kynbundið kynferðislegt ofbeldi, réttindi fólks með fötlun, hinsegin fólks og flóttafólks. Framhaldsskólablaðið er öflug rödd í jafnréttisbaráttu samtímans, rödd sem vísar okkur veginn til bjartrar framtíðar.“ Halla Kristín Einarsdóttir fékk verðlaun fyrir heimildamyndina „Hvað er svona merkilegt við það?“  Í umsögn dómnefndar segir að í myndinni segi „frá mikilvægu tímabili íslenskrar stjórnmálasögu og er afbragðskynning og hvatning fyrir þær kynslóðir sem nú vaxa upp og lifðu ekki þessa tíma, og fyrir hina eldri er myndin ekki síður stórskemmtileg upprifjun á merkilegum tímum“. Sigrún Stefásdóttir fyrrum fréttakona og núverandi sviðsforseti hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu jafnréttis á fjölmiðlum.  Í umsögn dómnefndar segir m.a. að Sigrún hafi átt farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, fyrst sem blaðamaður og ritstjóri og síðar sem fréttamaður, dagskrárgerðarkona og sem yfirmaður í útvarpi og sjónvarpi.  Þá segir að Sigrún hafi lengi fengist við kennslu og að „í kennslu sinni hefur Sigrún ávallt lagt áherslu á að opna augu nemenda sinna fyrir ójöfnu hlutskipti kynjanna í fjölmiðlum. Viðurkenningin var afhent á Jafnréttisþingi en hér má sjá meira um þingið.  
Lesa meira
Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur
Tilkynning

Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur

Á miðvikudaginn verður haldið Jafnréttisþingi 2015 og  verður þar lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Þingið er haldið á Hilton Nordica hóteli í Reykjaví og stendur frá því kl. 8.30 – 16.45.  Þeir sem vilja mæta þurfa að skrá sig á http://asp.artegis.com/jafnretti Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Aðalfyrirlesarar þingsins eru Maria Edström, lektor við Fjölmiðladeild Háskólans í Gautaborg og verkefnisstjóri Nordicom–verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um aukið jafnrétti í fjölmiðlum, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum.  Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd. Þingstjóri verður Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs verður veitt að lokinni dagskrá þingsins. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Jafnréttisþing er öllum opið og aðgangur ókeypis en boðið verður upp á hádegsiverð gegn vægu gjaldi.
Lesa meira
Aidan White er annar þeirra sem tekur þátt í  umræðunni í dag.

Siðareglur og traust: umræða í beinni

  Áhugaverð umræða um siðareglur og það hvernig blaðamennskan í Evrópu getur endurunnið það traust sem henni er nauðsynlegt mun fara fram í beinni útsendingu á netinu í dag kl 15:00.  Þeir sem munu ræða málin eru Aidan White, framkvæmdastjóri Siðanets blaðamanna EJN (Ethical Journalism Network) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna og Randy Picht, forstöðumaður the Donald W. Reynolds  stofnunarinnar um blaðamennsku.   Hægt er að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu annað hvort: Hér á YouTube eða hér á Google Plús   
Lesa meira
EFJ: Blaðamenn verja tjáningarfrelsi

EFJ: Blaðamenn verja tjáningarfrelsi

Í kjölfar árásanna í París s.l. föstudag hefur Evrópusamband blaðamanna vottað aðstandendum fórnarlambanna, þar á meðal blaðamannsins Guillaume B. Decherf og tökumannsins Mathieu Hoche.  Framkvæmdastjóri EFJ, Ricardo Gutierrez segir viðbrögð frönsku þjóðarinnar við hryðjuverkunum aðdáunarverð - þar komi fram að hún láti ekki hræða sig. “Ekki frekar en blaðamennirnir sem vinna allan sólarhringinn við að færa borgurum upplýsingar um þessi voðaverk,” segir hann. Framkvæmdastjórinn segir ennfremur: “Blaðamenn munu ekki láta undan, og rétt eins og í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo þá munu blaðamenn halda áfram að verja tjáningarfrelsið en forðast að fara inn á slóðir hatursorðræðu. Það er er sú virðing sem sæmir best virðingu fórnarlambanna.” EFJ segir að ákall sambandsins frá því í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo í janúar sé en í fullu gildi en það var eftirfarandi: Hvað ber blaðamönnum að gera?  Andæfa öllum freistingum um auknar njósnaheimildir því blaðamenn vilja ekki samfélag  þar sem persónulegt og félagslegt frelsi okkar er kæft í nafni þjóðaröryggis. Ekki láta ótta eða hatur ná yfirhöndinni. Berjast gegn staðalmyndum og óstaðfestum sögusögnum. Fordæma ógnvænlegar afleiðingar mismununar og misskiptingar meðal fólks. Framar öllu að spyrja í sífellu um siðferðilega ábyrgð okkar sem blaðamanna.  Ricardo Gutiérrez segir um þetta: “Það er á okkar ábyrgð að rækja varðhundshlutverk okkar þrátt fyrir alla erfiðleika sem við kunnum að mæta.”  
Lesa meira
Forsíða Guardian var með litlum myndum af fórnarlömbum,

Frakkland: Samhugur í evrópskum fjölmiðlum

 Fjölmiðlaumfjöllun um voðaverkin í París á föstudag hefur eðlilega verið gríðarleg og  viðbrögðin öll á einn veg, verknaðurinn er forsdæmdur og samúð fjölmiðla í löndum Evrópu er  með Frökkum og aðstandendum fórnarlambanna.  Nokkuð er misjafnt þó hvernig leiðarahöfundar dagblaðanna hafa talið rétt að bregðast við í einstökum atriðum,  sumir leggja áherslu á yfirvegun á meðan aðrir tala um nauðsyn þess að grípa til sóknaraðgerða til að verja lýðréttindi og öryggi í álvunni.  Allir virðast þó sammála um að  í hryðjuverkunum felist árás á hið opna samfélag og að standa verði vörð um grundvallargildi lýðræðissamfélagsins m.a. tjáningarfrelsið sem er hornsteinn vestrænnar faglegrar blaðamennsku.  Roy Greenslade hjá Guardian fer í pistli yfir viðbrögð bresku pressunnar og umfjöllun hennar um málið, en  gamlar erjur og núningur milli Breta og Frakka er nú hverki sjáanlegur og áberandi öflug umfjöllun ber vitni samstöðu og samhugar. Sjá pistil Greenslade hér  
Lesa meira
Michael Dyrby

Danmörk: Fréttastjóri TV2 segir af sér

Í gær sagði Michael Dyrby,  fréttastjóri TV2 í Danmörku, af sér vegna vafasamra mynda sem hafa komist í umferð af honum og tengjast einhverju framhjáhaldi. Þrátt fyrir að hann segði að slíkar myndir varði við persónuverndarákvæði laga þá væri ljóst að hægt væri að misnota þér í annarlegum tilgangi og það væri staða sem yfirmaður stórrar fréttastofu  gæti ekki verið í. Þess vegna segði hann starfi sínu lausu.  Í yfirlýsingu sagði Dyrby að hann hefði í sjálfu sér ekki framkvæmt neitt ólöglegt og málið kæmi sér verst fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans. Það hefur vakið athygli í umræðunni í kjölfar þess að vefsíða danska Blaðamannsins hefur grennslast fyrir um það hjá yfirmönnum helstu fjölmiðla, að nær engir segja að miðlar þeirra myndu nýta sér slíkar myndir ef þeir kæmust yfir þær. Sjá meira um málið hér     p> 
Lesa meira
Anthony Bellanger

Nýr framkvæmdastjóri IFJ

Anthony Bellanger heitir nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ).  Ákvörðun um ráðningu Bellangers var tekin af framkvæmdastjórn IFJ  í lok síðasta mánaðar og kemur hann í stað hinnar brasilísku  Beth Costa sem gegndi stöðunni frá 2011. Bellanger er margreyndur í fagfélagsstarfi blaðamanna en hann hefur um árabil starfað með franska blaðamannafélaginu SNJ og var framkvæmdastjóri þess frá 2011-2014. Þá hefur  hann starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri IFJ frá  2014 þannig að hann þekkir vel til starfsemi alþjóðasambandsins.   Bellanger er 42 ára og með doktorspróf í mannkynssögu. Hann hefur lengst at sínum starfsferli verið á prentmiðlum í Frakklandi.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Evrópa: Tiltrúin á blaðamennsku

Evrópa: Tiltrúin á blaðamennsku

Í umræðu um blaðamennsku í Evrópu hafa á síðustu vikum og mánuðum komið fram nokkrar áhyggjur af minnkandi tiltrú almennings á fjölmiðlum og blaðamennsku. Þessi umræða hefur einnig skotið upp kollinum á Íslandi m.a. í tengslum við mælingar MMR á trausti á fjölmiðlum. Þær mælingar sýna almennt séð lítið traust þó vissulega hafi fréttastofa RÚV haf nokkra sérstöðu.  Í grein eftir  Michael Haller, sem er fræðimaður við Leipzig háskóla sem var um áratugaskeið blaðamaður og ritstjóri við virta fjölmiðla í þýskumælandi löndum gerir höfundr tilraun til að að skilgreina í hverju vandinn felst.  Greinin, sem byggir á aðalfyrirlestri höfundar á  ráðstefnu samtakanna European Centre for Press and Media  frá því um miðjan síðasta mánuð,  setur Haller fram 5 atriði sem sameiginlega myndi skýringu á minni tiltrú. Í ljósi þess að margt er líkt með íslenskri fjölmiðlun og evrópskri er áhugavert að skða þessi atriði hvort svo sem menn geta fallist á mikilvægi þeirra eða ekki.   Rannsóknir:  Of lítill tími og kraftur er almennt settur í að rannsaka og skoða ofan í kjölinn það sem verið er að skrifa um.  Skortur á fagmennsku: Á ritstjórnum er of algengt að áhersla sé á tæknilegar lausnir td. að google bara og kalla það „rannsóknir“.  Ungt fólk og „innfæddir netverjar“ leggi ekki eins mikla áherslu á að staðreyna með áreiðanlegum hætti upplýsingar og samhengi hlutanna og eru því opnari fyrir fléttum pr-fólks og sérhagsmuna. Auglýsingakeppnin:  Auglýsingar skipta sífellt meiru máli ekki síst í netheimum þar sem smellukeppnir eru áberandi. Auglýsinga- og markaðshagsmunir eru farnir að ráða fréttamati og efnistökum í fjölmiðlum Skoðanir-staðreyndir:  Of mikið er af skoðunum í fjölmiðlunum og of lítið er af staðreyndum. Fréttir byggja of mikið á vangaveltum og skoðunum og of algengt að menn gleymi því að „álit eru ókeypis en staðreyndir verðmætar“. Einsleitni hins viðtekna:  Flestir fjölmiðlar fjalla um sömu fréttaefnin út frá sömu eða svipaðri nálgun og endurspegla ekki í raun fjölbreytni samfélagins. Þetta leiðir til þess að umfjöllunin verður að mestu á forsendum ráðandi afla en aðrir hópar verða útundan og fjölmiðlarnir verða framandi fyrir marga hópa – í raun stóran hluta samfélagsins.    Sjá greinina í heild hér  
Lesa meira
IFJ #endimpunity

IFJ #endimpunity

Í dag fer fram fundur í Brussel á vegum Evrópusambands blaðamanna þar sem lýst er stuðningi við átak Alþjóðasamtaka blaðamanna um baráttu gegn friðhelgi þeirra sem ráðast að blaðamönnum. Baráttan gengur undir slagorðinu IFJ #endimpunity campaign. Tölur frá  IFJ sýna að á síðasta ári, 2014 ,voru 118 blaðamenn drepnir við störf sín og að einungis 10% þessara drápa voru rannsökuð.  Tölfræðin varðandi árásir á blaðamenn sem enduðu ekki í dauða þeirra er enn verri og svo virðist sem stjórnvöld víða um heim sinni ekki þeirri skyldu sinni að elta upp árásarmenn,og morðingja sem ráðast á blaðamenn. Átakið stendur frá deginum í dag og fram til 25. nóvember. Sjá einnig hér   
Lesa meira