Ógnir við tjáningarfresli í ÖSE

Mánudaginn 7. september verður haldinn fundur í fundarsal Þjóðminjasafnsins undir yfirskriftinni „Ógnir við tjáningarfrelsi  í fjölmiðlum og á internetinu“. Dunja Mijatovic, fulltrúi ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla, mun fjalla um þær áskoranir sem frjálsir fjölmiðlar og tjáningarfrelsi standa frammi fyrir á ÖSE svæðinu. Í erindi sínu mun hún meðal annars ræða um hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum og segja frá því hvernig öryggi blaðamanna og bloggara  er víða ógnað, ekki síst kvenna sem starfa í fjölmiðlum. Fundurinn hefst kl 12.15 og stendur til kl 13.30.

Um Dunja Mijatovic hér