Jan Grarup með fyrirlestur

Jan Grarup
Jan Grarup

Föstudaginn 22. janúar býður Blaðaljósmyndarafélag Íslands upp á fyrirlestur með Jan Grarup. Jan Grarup er danskur heimilda- og fréttaljósmyndari. Hann hefur starfað við fagið í um 25 ár í Danmörku og víðar, meðal annars á Politikken og fyrir umboðsskrifstofuna NOOR og starfar nú fyrir þýsku umboðsskrifstofuna Laif, ásamt því að vinna að heimildarverkefnum víðsvegar um heiminn.

Jan hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum á ferlinum bæði í Danmörku og víða. Hann hefur t.d. unnið 8 sinnum til verðlauna í World Press Photo, þar af 3 sinnum fyrstu verlaun.

Nýlega var þáttaröðin „Helvedes helte“  sýnd á RÚV og í einum þættinum var fylgst með störfum hans í Afríku.

Það er mikill fengur að fá Jan Grarup hingað til lands.  Fyrirlesturinn fer fram í nýjum og glæsilegum sal Blaðamannafélags Íslands og hefst kl. 17.00.

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði þannig að það verður að ská sig til að tryggja sér sæti.

Skráningarform hér