Fréttir

Blaðamen ritstýra á Facebook

Blaðamen ritstýra á Facebook

Aidan White, framkvæmdastjóri Tengslanets um siðlega blaðamennsku (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðu samtaka sinna um samanburð á blaðamennsku annars vegar og „algoryþma“ hins vegar.  Hann gerir frétt í Guardian að umtalsefni þar sem fram kemur að Facebook hefur á laun notað blaðamenn til að ritstýra fréttum sínum. Þessi frétt vegur beint að einni stærstu goðsögn upplýsingabyltingarinnar, að tölvuforrit eða „algoryþmar“ séu jafn  fær og blaðamenn um að skilgreina og meta hvað sé fréttnæmt og hver fréttadagskráin eigi að vera. Sjá pistil White hér  
Lesa meira
Óheimilt að kanna notkun á

Óheimilt að kanna notkun á "auglýsingabönum" án fyrirfram samþykkis

Á vefsíðu danska Blaðamannsins (journalisten.dk)  er að finna frétt um að það stríði gegn Evrópureglum að fjölmiðlafyrirtæki kanni hvort neytendur feli auglýsingar ( adblockere) í tölvum sínum eða snjalltækjum nema fá til þess sérstakt samþykki viðkomandi fyrst. Þetta er haft eftir talsmanni kommisars  framkvæmdastjórnar ESB varðandi  stafrænan innri markað.  Þessar upplýsingar koma inn í mikla umræðu um gildi svokallaðra „auglýsingabana“ eða „adblockere“ sem notendur geta nýtt sér þannig að í staðinn fyrir að sjá auglýsingar á þar til gerðum auglýsingasvæðum á vefsíðum þá er auður eða hvítur reitur.  Notkun á þessum möguleika hafur farið vaxandi og miklar umræður spunnist um gildi þeirra, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum, vegna þess að þetta þykir vega að rekstrargrunni netmiðla, sem ekki hefur verið mjög sterkur fyrir.  Um 14% danskra neytenda nýta sér nú þessa leið, og svipuð þróun hefur átt sér stað víðar. Hafa fjölmiðlafyrirtæki mörg hver gripið til þess ráða að sía úr þá sem nota þessa tækni þannig að þeir fá takmarkaðra efni nema gegn borgun, eða þá að þeim eru send einhvers konar skilaboð þar sem  þeir eru hvattir til að  kveikja á auglýsingahólfum á þeirri forsendu að borga þurfi fyrir það ritstjórnarefni sem boðið er upp á.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Dr. Emma Briant
Tilkynning

Áróðursstríð gegn hryðjuverkum

„Áróðursstríð gegn hryðjuverkum: Tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning og almenningsálitið“ er yfirskrift opins fundar sem haldinn verður miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00-13:00 í HT-101 (Háskólatorg) við Háskóla Íslands. Um er að ræða fyrirlestur þar sem Dr. Emma Briant fjallar um tilraunir bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna 11. september til að móta og hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla um baráttu þeirra í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum. Í fyrirlestrinum mun hún m.a. vísa til viðtala sem hún hefur átt við háttsetta heimildamenn innan bandaríska stjórnkerfisins, hermálayfirvalda og öryggisþjónustunnar, auk viðtala við blaðamenn og almannatengslafulltrúa, sem varpa ljósi á tilraunir bandarískra yfirvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla og almenningsálitið. Fundurinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræði og meistaranám í blaða- og fréttamennsku. Dr. Emma Briant er lektor í blaðamennskufræðum við Háskólann í Sheffield.  Hún er höfundur bókarinnar Propaganda and Counterterrorism: Strategies for Global Change, sem kom út árið 2014 og meðhöfundur bókarinnar Bad News for Refugees (2013). Dr. Briant hefur birt fjölda greina í virtum ritrýndum tímaritum á undanförnum árum. Fundarstjóri: Ragnar Karlsson, aðjúnkt og verkefnastjóri meistara- og diplómanáms í fjölmiðla og boðskiptafræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.  Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.   Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Lesa meira
Dunja Mijatovic, forstöðumaður fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE

Sjálfs-eftirlit blaðamanna forsenda trúverðugleika

Samstaða um siðamál og siðareglueftirlit blaðamanna sjálfra með blaðamennsku eru grunnforsendur þess að fjölmiðlar í Evrópu geti notið almenns trausts, að mati forustufólks, mannréttindahópa,  stofnana og blaðamannafélaga í aðdraganda Alþjóðadags fjölmiðlafrelsis, sem  er á morgun, 3. maí. Þannig sagði Dunja Mijatovic, forstöðumaður fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE fulltrúum á aðalfundi Evrópusambands blaðamanna í Sarajevo í síðustu viku að eina leiðin til að tryggja gegnsæi, ábyrgð og raunverulegt fjölmiðlafrelsi væri að blaðamenn héldu sjálfir uppi eftirliti með og fjölluðu um siðferðileg álitamál í greininni (self-regulation).  Dunja Mijatovic, sem var hér á Íslandi í fyrra og flutti þá opinn fyrirlestur um fjölmiðlafrelsi, hvatti EFJ fulltrúa á fundinum í Sarajevo til að standa vörð um sjálfs-eftirlit fjölmiðlamanna. Umræða um sjálfs- eftirlit blaðamanna er nú áberandi og verður  viðfangsefni á dagskrám víða á Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis á morgun. Sjá áhugaverða umfjöllun hér  
Lesa meira
Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi BÍ

Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi BÍ

Tillaga um lagabreytingu var samþykkt á aðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi, en tillagan felur i sér að félagsgjald hækkar í 1% af launum úr 0,8% og hlutfallslega hækkar greiðsla lausamanna í samræmi við það.  Eftir lagabreytinguna er greinar 3.1 og 3.2 í lögum félagsins svohljóðandi:   „3.1. Félagsgjald skal vera 1,0% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Stjórn félagsins getur ákveðið að setja þak á félagsgjöld. Aðalfundur ákveður hverju sinni hvort og þá hversu hátt hlutfall félagsgjalda er lagt í varasjóð og orlofsheimilasjóð. 3.2. Biðfélagar greiða 0.5% af byrjunarlaunum í 2. flokki í félagsgjöld. Lausamenn greiða 0.9% af byrjunarlaunum í 2. launaflokki félagsins miðað við janúar ár hvert.“ Ekki urðu breytingar á stjórn félagsins, en nýtt fólk kom inn í samningaráð og kjörnefnd.  
Lesa meira
Aðalfundur BÍ í kvöld!

Aðalfundur BÍ í kvöld!

  Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn í kvöld  fimmtudaginn 28. apríl 2016 klukkan 20 í húsnæði félagsins að Síðumúla 23.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en hæst ber að fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um lagabreytingu sem felur í sér að félagsgjald hækkar í 1% af launum úr 0,8%.  Það er gert til þess að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn til framtíðar, en gjöldin voru lækkuð úr 1,45% í 0,8% eftir hrun íslensks efnahagslífs 2008 til þess að koma til móts við félagsmenn í þeim miklu erfiðleikum sem þá gengu yfir og fólu meðal annars í sér beinar launalækkanir.  Nú þegar betur árar er rétti tíminn til þess að hækka gjöldin aftur, en það er þó langur vegur að þau fari í það horf sem þau voru í fyrir hrun.   Gjöld til BÍ eru eftir sem áður með því lægsta sem þekkist hér á landi sérstaklega meðal lægri stéttarfélaga.   Tillaga til lagabreytinga lögð fyrir aðalfund BÍ fimmtudaginn 28. apríl 2016: Töluliður 3.1 breytist þannig að í stað 0,8% komi 1,0% í fyrsta málslið. Lagagreinin breytt er þá svohljóðandi: 3.1. Félagsgjald skal vera 1,0% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Stjórn félagsins getur ákveðið að setja þak á félagsgjöld. Aðalfundur ákveður hverju sinni hvort og þá hversu hátt hlutfall félagsgjalda er lagt í varasjóð og orlofsheimilasjóð. Töluliður 3.2 breytist þannig að í stað talnanna 0,7% í öðrum málslið komi 0,9%. Lagagreinin breytt er þá svohljóðandi: 3.2. Biðfélagar greiða 0.5% af byrjunarlaunum í 2. flokki í félagsgjöld. Lausamenn greiða 0.9% af byrjunarlaunum í 2. launaflokki félagsins miðað við janúar ár hvert.    
Lesa meira
365 ekki brotlegt

365 ekki brotlegt

 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur úrskurðað að 365 hafi ekki brotið siðareglur BÍ í umfjöllun sinni um laun dómara þann 5. febrúar sl.  „Laun hækkuðu um 38% í fyrra.“ Sjá úrskurðinn í heild hér  
Lesa meira
Mogens Blicher Bjerregård

EFJ: Mikilvægt að skapa blaðamennskunni gott umhverfi

Mogens Blicher Bjerregård, forseti Evrópusambands blaðamanna (EFJ) segir í leiðara nýjasta fréttabréfs sambandsins að í kjölfar Panamaskjalanna og „Luxlekanna“ efist varla nokkur maður um mikilvægi  rannsókna- og  hágæðablaðamennsku fyrir lýðræðislega stjórnarhætti. Slíkir atburðir og eftirmálar þeirra sýni hve brýnt sé að samfélög fjárfesti í blaðamennsku og skapi henni skilyrði þannig að blaðamenn geti unnið störf sín í umhverfi þar sem fjölmiðlafrelsi, viðunandi starfsskilyrði og höfundaréttur sé til fyrirmyndar.  Þetta verður meðal annars á dagskránni á aðalfundi EFJ sem haldinn er í dag og á morgun í Sarajevo.  Sjá fréttabréf EFJ hér  
Lesa meira
DR í Árósum

DR flytur 150 stöðugildi út á land

Danmarks Radio (DR), ríkisútvarpið í Danmörku hefur ákveðið að um 150 stöðugildi hjá stofnuninni skuli flutt frá Kaupmannahöfn og til Árósa og Álaborgar. Nú liggja fyrir samningar um það með hvaða hætti og hvaða forsendur verða fyrir því að starfsfólk flytji með vinnustaðnum úr höfuðborginni, en ásamt öðru er gert ráð fyrir að starfsmenn geti fengið allt að 60 þúsund danskra króna eða rúmlega 1100 þúsund íslenskra króna greiðslu ef þeir flytja. Svo virðist sem að eftir atvikum sé nokkur sátt  um niðurstöðuna hjá stéttafélögum starfsmanna sem vinna hjá stofnuninni. Maria Rørbye Rønn  útvarpsstjóri DR hefur sagt að tilgangurinn með þessu sé að styrkja bæði DR í held sinni og þær stöðvar sem stöður verði fluttar til, en að þetta sé ekki gert vegna pólitísks þrýsting. Eðlilega komi upp áhyggjur vegna slíkra flutninga enda hafi þeir rask í för með sér en til lengdar sé þetta gott fyrir stofnunina sem eigi að þjóna öllu landinu. Sjá meira hér  
Lesa meira
Áhugaverð könnun í BNA: Fjölmiðlar, fréttir og traust

Áhugaverð könnun í BNA: Fjölmiðlar, fréttir og traust

Spurningar um traust á fjölmiðlum og þá sérstaklega fréttatengdu efni hafa verið áberandi á Íslandi og raunar um allan heim á síðustu árum og misserum.  Lengi vel var það viðtekinn sannleikur að þeir eiginleikar blaðamennsku sem sköpuðu traust væru sanngirni, jafnvægi, nákvæmni og heildræn umfjöllun.  Slíkir eiginleikar eru enn mikilvægir en á tímum stafrænnar fjölmiðlunar, internetsins, athugasemdakerfa og samfélagsmiðla gæti þessi mynd hafa breyst eitthvað. Í nýrri umfangsmikillia rannsókn „The Media Insight Project“,  sem birt er á vef American Press Institue sem fjarmagnaði hana,   kemur fram að traust á fréttatengdu efni getur ráðist af fjölmörgum þáttum. Þessa þætti er hægt að sundurgreina og einangra þannig að bæði útgefendur og notendur geta nýtt sér þá.  Sumir þessara þátta eru nýir og hafa til þessa verið lítið rannsakaðir í tengslum við traust. Má þar nefna ágegni auglýsinga, hversu auðvelt er að rata um fjölmiðlagáttina, hversu hratt efni hleðst inn á netsíðu, og það hvort efni sé uppfært og gerð  grein fyrir nýjustu smáatriðum.  Þeir þættir sem hafa áhrif á traust eru líka ólíkir  eftir því hvers konar ritstjórnarefni um er að ræða. Þannig hafa ólíkir þættir áhrif á það hvort fólk treystir fréttum um veður og færð annars vegar eða fréttum um stjórnmál hins vegar. Stundum skiptir ítarleg frétt máli á meðan í öðrum tilfellum ræður aðgengi og skýrleiki eða jafnvel skemmtigildi meiru um traust. Sjá greinina í heild hér        
Lesa meira