Fréttir

Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan
Tilkynning

Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan

 Sænska sendiráðið langar að benda félagsmönnum Blaðamannafélagsins á dönsku myndina Facebookistan sem sýnd er á Norrænu kvikmyndahátíðinni. Myndin var sýnt í gær og skapaðist töluverð umræða meðal gesta á eftir. Næsta tækifæri að sjá myndina er á morgun, föstudag kl. 18:00. Ókeypis er á myndina og hún er sýnd í Norræna húsinu.   Facebookistan er ný heimildarmynd sem setur samskiptamiðilinn Facebook undir smásjánna. Í myndinni skoðar Gottschau meðal annars lögin sem samskiptamiðillinn byggir á og völdin sem hann hefur yfir persónulegum upplýsingum og tjáningarfrelsi. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður með leikstjórann Jakob Gottschau og Baldvini Þór Bergssyni fréttamanni á Rúv/ KASTLJÓS. Áhugaverð heimildamynd hér á ferð. Nánari upplýsingar að finna hér: http://nordichouse.is/is/event/facebookistan-nordic-film-festival-2/  
Lesa meira
Áhyggjur af tilskipun um viðskiptaleynd í ESB

Áhyggjur af tilskipun um viðskiptaleynd í ESB

Evrópusamband blaðamanna (EFJ)ásamt nokkrum samtökum í Evrópu sem láta sig frelsi fjölmiðla og faglega blaðamennsku varða hafa lýst áhyggjum sínum af nýrri löggjöf sem samþykkt var í Evrópuþinginu í gær. Um er að ræðatilskipun um viðskiptaleynd, sem verið hefur í smíðum um nokkurt skeið, en tilskipuninni er ætlað að vernda fyrirtæki gegn iðnaðarnjósnum. EFJ bendir á að með þessari tilskipun sé viðskiptablaðamönnum gert mjög erfitt fyrir við að vinna störf sín. Það sé sérstaklega óheppilegt- ekki síst nú þegar Panamaskjölin hafa dregið fram mikilvægi frjálsra fjölmiðla til að veita viðskiptalífinu aðhald.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Dagur fjölmiðlafrelsis - dagur fjölbreytileikans

Dagur fjölmiðlafrelsis - dagur fjölbreytileikans

Dagur fjölmiðlafrelsis verður tilefni aðgerða víðs vegar um heim þann 3. maí næst komandi, en það eru Sameinuðu þjóðrnar sem tileinkuðu fjölmiðlum og prentfrelsinu þennan dag.  Víða er pottur brotinn í þessum efnum og í Evrópu hyggst EFJ, Evrópusamband blaðamanna efna til mikils málþings í Brussel, sem á að gefa tóninn fyrir umræðu um blaðamennsku og er dagurinn kallaður „hinsegin- dagur“ eða „dagur breytileikans“ (difference-day).  Tilefni þykir til nú að draga athygli að fjölbreytni í samfélaginu og gagnkvæmri virðingu fyrir ólíkum lífsstíl og menningu og veita þeim athygli sem á einhvern hátt eru afskiptir í samfélaginu, einangraðir eða beinlínis kúgaðir. Í þessum skilningi er í raun verið að hvetja til þes að frelsi fjölmiðla (og skyldur) taki mið af aðstæðum á hverjum stað er sé ekki skilgreint sem eitthvað tiltekið  form eða fasti. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvægt að blaðamenn auðkenni sig rækilega!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvægt að blaðamenn auðkenni sig rækilega!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna íslenska blaðamenn sem eru að vinna á vettvangi fjölmennra mótmæla eða sinna atburðum þar sem aðgangur almennings er á einhvern hátt takmarkaður að tilteknum svæðum á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir sem blaðamann. Í því sambandi er mikilvægt að vera t.d. í þar til gerðum gulum vestum og með blaðamannaskírteini á sér.  Slíkt tryggir betur að unnt sé að auðvelda þeim aðgengi og kemur í veg fyrir óþarfa vandamál. Þá eru það tilmæli lögreglu til íslenskra blaðamanna að nefna þetta við erlenda kollega sína líka, þ.e. að benda þeim á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir.  
Lesa meira
Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Panamaskjölin sem birt voru í gær afhjúpa starfsemi eins helsta fyrirtækisins í heiminum á sviði aflandsviðskipta, Mossack-Fonseca í Panama, byggja á leka sem upphaflega kom til Suddeutse Zeitung.  Um var að ræða um 2,6 terabita af gögnum sem Suddeutse Zeitung síðan fékk Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) í lið með sér ásamt um 100 fjölmiðlum  til að skoða ítarlega.  Segja má að þetta verkefni – eins og raunar önnur sem ICJI hefur stýrt - sýni gildi alþjóðlegs samstarfs og tengslaneta í blaðamennsku. Hér á landi var samstarfsaðilinn Reykjavík Media, eins og fram hefur komið.  Á heimasíðu ICJI er að finna ýmsar upplýsingar um þetta verkefni og meðal annars má finna þar yfirlit yfir  ýmsa tölfræði sem unnin hefur verið upp úr gögnunum. Þar kemur m.a.fram að Landsbankinn í Luxemborg var meðal þeirra 10 banka sem hvað óskaði eftir að fá skráð aflandsfyrirtæki hjá panamska þjónustuaðilanum eða rúmlega 400. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Launatafla og samningar

Launatafla og samningar

Að gefnu tilefni er félögum bent á að hægt er að nálgast nýja launatöflu og endurbætta samninga  frá í mars hér á síðunni  Samningar í heild  Launatafla 
Lesa meira
Usókn um orlofshús

Usókn um orlofshús

Vakin er athygli  á að umsóknarfrestur vegna sumardvalar í orlofshúsum BÍ rennur út föstudaginn 15. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um húsin, úthlutunartímabil, kostnað og umsóknir er að finna í nýju tölublaði af Blaðamanninum sem ætti að hafa borist ykkur en er einnig á rafrænu formi hér á síðunni.  Veiðikortin eru áfram til sölu á BÍ á sama verði og verið hefur undanfarin ár.  Þá eru einnig til sölu Flugleiðabréf til þeirra sem eru fullgildir félagar í BÍ. Bréfin kosta 23 þús og gilda sem 30 þús. kr. greiðsla upp í millilandaflug með Flugleiðum.  
Lesa meira
Aðalfundur 28. april
Tilkynning

Aðalfundur 28. april

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf  Skýrslur frá starfsnefndum  Kosningar*  Lagabreytingar  Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta    *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lesa meira
Blaðamaðurinn á leið til félaga

Blaðamaðurinn á leið til félaga

Nýr Blaðamaður er nú á leiðinni til félagsmanna BÍ í pósti. Í þessu tölublaði er sjónum beint að húsakynnum BÍ og heiðursmerki félagsins auk þess sem ítarleg og áhugaverð grein er um fjölmiðlamótið í fótbolta. Þá er umfjöllun um Myndir ársins og Blaðamannaverðlaunin svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja taka forskot á prentútgáfuna geta skoðað blaðið á pdf formi hér.
Lesa meira
Breytingar á samningi samþykktar

Breytingar á samningi samþykktar

Breytingar á kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins dags 15. mars 2016 voru bornar undir atkvæði félagsmanna BÍ í dag föstudaginn 18. mars og voru samþykktar þar samhljóða og án nokkurra mótatkvæða.   Kjarasamningurinn svo breyttur hefur því verið staðfestur og gildir samkvæmt ákvæðum sínum. Jafnframt hafa í dag verið samþykktar samhljóða og án mótatkvæða sambærilegar breytingar á samningi BÍ og DV sem hafa einnig tekið gildi.      
Lesa meira