pressukvöld um siðareglur

Endurskoðunarnefnd var skipuð 2009 sem skilaði af sér tillögum vorið 2010, sem ekki voru afgreiddar af aðalfundi.  Þá komu einnig fram tillaga að siðareglum sem Jakob Bjarnar Grétarson, mælti fyrir.  Hvorugar reglurnar fengust afgreiddar og var málinu vísað til stjórnar.  Að undanförnu hefur Björn Vignir Sigurpálsson að beiðni stjórnar BÍ yfirfarið og skoðað reglur í helstu nágrannalöndum og borið þær saman við núgildandi reglur BÍ og tillögur endurskoðunarnefndarinnar.  Á fundinum gerir hann grein fyrir niðurstöðum þeirrar vinnu, auk þes sem Birgir og Jakob Bjarnar gera grein fyrir sínum sjónarmiðum, en Birgir fór fyrir endurskoðunarnefndinni.  Fundurinn er hugsaður sem fyrsta skrefið að því að leggja fram tillögur að nýjum og endurskoðuðum siðareglum BÍ á aðalfundi BÍ á vori komanda.

TIllaga endurskoðunarnefndar
Tillaga Jakobs Bjarnar