Tók viðtal við ráðherra sinn fyrir TV2 í Danmörku

Kollegi myndatökumanns TV2 hjá DR smellti mynd af viðtalinu fræga.
Kollegi myndatökumanns TV2 hjá DR smellti mynd af viðtalinu fræga.

Athyglisverð uppákoma átti sér stað í dönskum fjölmiðlaheimi í vikunni þegar blaðafulltrúi danska dómsmálaráðherrans tók viðtal við ráðherra sinn fyrir landsdekkandi sjónvarpsstöð, TV2/Lorry. Málið hefur vakið miklar umræður um stöðu blaðamanna, niðurskuð á fjölmiðum og siðareglur. Framkvæmdastjóri danska Blaðamannsins segir þetta hafa verið mikil ritstjórnarleg mistök hjá stöðinni að gera þetta.

Kringumstæðurnar voru þannig að TV2 hafði sent myndatökumann á staðinn en engan fréttamann. Myndatökumaðurinn fékk hins vegar með sér spurningar á blaði sem hann átti að lesa upp fyrir ráðherrann. Þegar til kom tók blaðafulltrúi ráðherrans það að sér að lesa upp spurningarnar sem ráðherrann síðan svaraði. Innan ráðuneytisins fullyrða menn að þetta sé í fyrsta sinn sem viððtal við ráðherra fyrir stóran fjölmiðil sé tekið af starfsfólki ráðuneytisins.

Spurningarnar sem hér vakna snúast m.a. um hvar mörkin liggja í svona máli og hver það hafi í raun verið sem spurði spurninganna – sá sem las eða sá sem skrifaði miðann? Eins hefur því verið varpað fram hvort munur sé á því að fá svar með þessum hætti eða því að senda tölvupóst t.d.? Hefði verið siðferðilega réttara að upplýsa um hver það var sem las spurningarnar (tók viðtalið)? Loks er þetta talið benda á erfiða stöðu fjölmiðla vegna undirmönnunar.

Sjá meira hér