Vilja þrengja upplýsingalög í Hollandi

Ríkisstjórnin í Hollandi hefur nú uppi áform um að takmarka gildi upplýsingalaganna þar í landi, sem ganga undir nafninu WOB eða lög um fresli til upplýsinga. Á grundvelli laganna hafa blaðamenn, fræðimenn og almenningur getað óskað eftir gögnum úr stjórnkerfinu með nokkuð víðtækum hætti og mun víðtækari en t.d. hér á Íslandi. Fyrir vikið hafa á umliðnum misserum komið fram fréttir og uppljóstranir m.a. um kostnað vegna hollensku konungsfjölskyldunnar, risnukostnað ráðherra og innrásina í Írak.

Ríkisstjórnin fullyrðir nú að blaðamenn séu a misnota þessa löggjöf og vill fá heimildir til að hafna óréttmætum beiðnum um upplýsingar, og að þurfa ekki að birta gögn af lokuðum fundum og að sett verði ýmis skilyrði fyrir því hvernig upplýsingar eru notaðar og viðurlög við ólöglegri notkun geti verið allt að árs fangelsi.

Blaðamenn og fleiri eru slegnir yfir þessum hugmyndum og benda á að lagabreytingarnar muni gera fjölmiðlum og fræðimönnum erfitt fyrir ef ekki ógerlegt að veita stjórnvöldum það aðhald sem eðlilegt og nauðsynlegt er.

Hér má sjá myndband frá Aðþjóðadeild hollesnka útvarpsins.