Magnús Bjarnfreðsson látinn

Magnús Bjarnfreðsson. Mynd: Rúv
Magnús Bjarnfreðsson. Mynd: Rúv

Magnús Bjarnfreðson, fyrrumfréttamaður er látinn. Hann lést á líknardeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri. Magnús var einn af fyrstu fréttamönnum sjónvarpsins, vann að undirbúningi að stofnun þess árið 1966 og vann sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár.

Á facebook-síðu sinni segir Margrét Heinreiksdóttir lögfræðingur og fyrrum blaða- og fréttamaður til áratuga og samstarfskona Magnúsar þetta:
"Nú er skammt stórra högga á milli. Fyrst Gísli Ástráðs og nú Magnús Bjarnfreðs, báðir frábærir blaða- og fréttamenn og miklir yndælismenn og öðlingar. Vekur upp margar minningar frá liðnum dögum og minnir á að mjög styttist nú heimsreisan okkar sem eftir eru þessarar kynslóðar fjölmiðlafólks. Mér verður þungt um hjarta og raki í augum byrgir sýn. Megum þó þakka fyrir að hafa fengið að lifa merkilega tíma og margvíslegar breytingar sem okkur hefði aldrei órað fyrir þegar við hófum ferilinn um miðja síðustu öld."
Sjá einnig hér