Stéttaskipting í samfélagi samfélagsmiðla

Hafi mennn saknað stéttaskiptingar í samfélagi samfélagsmiðla þá er kominn fram vísir að slíku. Sænski vefhönnuðurinn Erik Wachtmeister tilkynnti í upphafi vikunnar um opnun nýs samfélagsvefjar þar sem markhópurinn er efsta „prósentið í samfélagsstiganum“ og ber vefurinn heitið „Best of all worlds“. Vefurinn opnaði formlega sl mánudag og strax þá voru um 20 þúsund manns búnir að skrá sig inn á hann.

Erik Wachtmeister þróaði strax 2004 frægan samfélagsvef sem kom fram um svipað leyti og Facebook, sem hét SmallWorld og var sá vefur nefndur í Wall Street Journal „MySpace fyrir milljónamæringa“. Síðan yfirgaf Wachtmeister fyrirtækið og kemur nú aftur fram á sjónarsviðið. Hann segir að nýi vefurinn sé ekki eingöngu hugsaður fyrir ríka fólkið heldur ekki síður þá sem eru fágaðir, menntaðir og hafa góðan smekk. Vefurinn hefur það að markmiði að safna saman slíku samfélagi en ekki endilega að ná sem flestum inn á hann að sögn Wachtmeisters, en þar er hann að vísa til þess hve stór Facebook vefurinn er.

Sjá einnig hér