Fréttir

Einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna í sögunni

Einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna í sögunni

Alþjóðlegur samstarfsvettvangur rannsóknarblaðamanna (ICIJ) hefur opinberað niðurstöður úr viðamesta rannsóknarblaðamennskuverkefni í15 ára sögu samtakanna, en verkefnið heitir: „Leynd til sölu -skyggnst inn í völundarhús alþjóðlegra aflands-skattaskjóla“. Verkefnið byggir á um 2,5 milljón leyniskjölum og að mati forsvarsmanna þess er ekki ólíklegt að þetta sé einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna þvert á landamæri í sögunni. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa byrjað að birta lista upp úr niðurstöðunum og ítaleg umfjöllun er um málið á heimasíðu verkefnisins. Sjá ítarlega umfjöllun hér
Lesa meira
Smugan.is í rekstrarvanda og leitar til lesenda

Smugan.is í rekstrarvanda og leitar til lesenda

Vefritið smugan.is mun hætta starfsemi vegna þungs rekstrar um mánaðarmótin en starfsemin verður þó með óbreyttu sniði fram yfir kosningar. Eftir það munu nýir eigendur freista þess að skjóta stoðum undir rekstur miðilsins og opna hann aftur í haust. Í pistli sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ritstjóri skrifar á síðuna segir m.a.: „Útgáfufélagið hefur verið sjálfstættt gagnvart Vinstri hreyfingunni grænu framboði en núna verða slitin öll tengsl við flokkinn, Lilja Skaftadóttir og aðrir stórir eigendur hafa látið nýjum eigendum eftir hluti sína, sem munu hafa það hlutverk að koma fótum undir reksturinn ef það er hægt. Það er því smuga, að hægt sé að halda áfram, ef þú lesandi góður getur hugsað þér að taka þátt í rekstrinum með sérstakri styrktaráskrift. Ef nægilega margar áskriftir safnast á næstu mánuðum opnar Smugan aftur í haust, ferskari, beittari og beinskeyttari en fyrr.“ Sjá pistil Þóru í heild hér
Lesa meira
Arnar Páll Hauksson er meðal þeirra sem fjalla um starf fréttamannsins

Fréttamenn RÚV tjá sig um starfið

RÚV hefur nú birt á vef sínum viðtalsþætti við fréttamanna um eðli og mikilvægi starfs fréttamanna. Í þessum þáttum fjalla fréttamennirnir um spurningar eins og þessar: Hver er áhrifamáttur fjölmiðla? Hvað ógnar helst frjálsri fréttamennsku hérlendis? Hvaða áhrif hefur hröð tækniþróun á vinnuna? Fulltrúar fréttastofu RÚV ræða opinskátt um krefjandi starf og síbreytileg viðfangsefni, allt frá efnahagshruninu til náttúruhamfara og málefna líðandi stundar. Sjá þættina hér
Lesa meira
Tilkynning

Umsóknarfrestur vegna orlofshúsa er 2. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með þriðjudeginum 2. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöðeru hér á press.is, en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is">orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 31.maí til og með 30.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8 Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús.Myndir og upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Veiðikort og hótelkort verða til sölu á sktrifstofu félagsins eins og verið hefur. Munið 2. apríl!
Lesa meira
Milljarður á mánuði hjá YouTube

Milljarður á mánuði hjá YouTube

Myndbandasíðan YouTube náði þeim merka áfanga nú fyrir helgina að milljarður manns skoðar síðuna í hverjum mánuði. Áhorfið hefur aukist jafnt og þétt en í október 2011 var mánaðalegt áhorf um 800 þúsund manns. Þessi tilkynning kom fram á kynningu á fyrirtækinu sem auglýsingamiðli og með þessu er YouTube komið í sömu deild og Facebook að geta státað af milljarði notenda á mánuði. Raunar koma þessar fréttir á sama tíma og fyrirtækið er að leggja minni áherslu á fjölda notenda eingöngu, en þess í stað að undirstirka áherslu á gagnvirkni og þátttöku notenda. Sjá einnig hér
Lesa meira
Aðalfundur BÍ 23. apríl

Aðalfundur BÍ 23. apríl

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál   BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur BÍ 2013

Aðalfundur BÍ 2013 Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinnþriðjudaginn 23. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefstfundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
Lesa meira
Samkomulag um nýtt fjölmiðlaeftirlit í Bretlandi

Samkomulag um nýtt fjölmiðlaeftirlit í Bretlandi

Dagblaðaútgáfa í Bretlandi sem gegnið hefur í gegnum mikið erfiðleikatímabil að undanförnu er nú að reyna að átta sig á nýjum eftirlitsaðila og regluverki sem á að tryggja að hlerunarhneyksli muni aldrei aftur endurtaka sig í bresku fjölmiðlasamkomulagi. Þessi nýi sjálfstæði eftirlitsaðili á að hafa vald til að sekta miðla og krefjast áberandi leiðréttinga og dómstólum er heimilt að sekta þau blöð sem ekki gangast undir vald eftirlitsstofnunarinnar. Forustumenn allra þriggja stóru flokkanna í Bretlandi hafa talað um þessa niðurstöðu sem „sögulegt samkomulag“, en forráðamenn dagblaða og blaðamenn velta fyrir sér hvort þetta sér í raun skref fram á við. Sjá hér
Lesa meira
Bjargar spjaldtölvan ítargreinum?

Bjargar spjaldtölvan ítargreinum?

Fjöldi ítarlegra greina í helstu dagblöðum vestan hafs, þ.e.a.s greina sem eru 2000 orð eða meira, hefur farið mjög minnkandi á undanförnum árum. Í Los Angeles Times hefur greinum af þessu tagi fækkað um 86 prósent á síðasta áratug, samkvmt úttekt Dean Starkman í hinu virta tímariti Columbia Journalism Review. Á sama tíma og ýmsir telja að tími ítarblaðamennskunnar sé liðinn eru aðrir sem segja að hin gríðarlega aukning í spjaldtölvum geti falið í sér endurfæðingu ítarblaðamennsku þar sem féttir séu settar í samhengi. Samkvæmt grein Starkmans jókst fjöldi ítalrlegra fréttagreina í blðum frá því um 1950 og fram að aldamótunum 2000, en hápunkur slíkrar djúpblaðamennsku mun hafa verið fyrir um ártatug síðan. Sjá meira hér
Lesa meira
Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki að renna út!

Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki að renna út!

Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs 2013 rennur út eftir helgina, nánar tiltekið á hádegi mánudaginn 18. Mars, og eru blaðamenn hvattir til að kynna sér þennan möguleika. Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2013 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur.   Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi. Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkjanna árið 2013 verður lögð áhersla á verkefni um norrænt samstarf, þar á meðal störf og fundi Norðurlandaráðs og áherslu ráðsins á árinu á utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þá verður einnig lögð áhersla á verkefni um menningarstefnu sem vettvang fjölbreytni og sjálfsmyndar á Norðurlöndum, nánar tiltekið um hvernig norrænt samstarf í menningarmálum tekur mið af auknum flutningi fólks milli landa og meiri fjölbreytni í menningu, trúarbrögðum og þjóðlífi, og hvernig lista- og menningargeirinn túlkar þau lýðræðislegu gildi sem Norðurlandabúar eiga sameiginleg. Styrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Frekari upplýsingar um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs má finna hér . Umsóknum þar sem fram kemur hver, hvenær og hvernig á að nota styrkinn ástamt greinargerð um hvaða viðfangsefni  á að fást við má skila rafrænt til larusv@althingi.is eða með bréfi til: Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Alþingi, 150 Reykjavík Umsóknarfrestur er eins og áður segir til kl. 12 á hádegi mánudaginn 18. mars 2013.
Lesa meira