Fréttir

Samskipta-og tengslanet fyrir blaðamenn

Samskipta-og tengslanet fyrir blaðamenn

Ástæða er til að vekja athygi íslenskra blaðamanna á nýju samskipta og samhjálparneti blaðamanna sem verið er að byggja upp. Um er að ræða vefsíðuna www.travelingjournalist.com sem er sérstaklega ætluð blaðamönnum eða starfsmönnum fjölmiðla sem eru á ferðinni eða þurfa upplýsingar, aðstoð við rannsóknir, sambönd, húsaskjól á ferðum sínum um heiminn eða hvaðeina sem tengist blaðamennsku. Með þessu, segja aðstandendur geta blaðamenn ferðast um á ódýrari hátt og kynnst kollegum í leiðinni. Sjá meira hér
Lesa meira
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna fyrir 2012

Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna fyrir 2012

Hér á eftir eru birtar tilnefningar dómnefndar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012.  Tilnefningar eru þrjár í hverjum flokki, en flokkarnir eru nú fjórir þar sem flokkurinn "Viðtal ársins" er nú með í fyrsta sinn. Samkvæmt reglugerð verðlaunanna eru tilnefningar dómnefndar birtar viku fyrir afhendingu verðlaunanna sjálfra en Blaðamannaverðlaunin verða afhent í Gerðarsafni á laugardaginn kemur, 9. mars kl. 15:00. Tilnefningarnar eru sem hér segir:    Umfjöllun ársinsEgill Ólafsson, mbl.is (Morgunblaðinu), fyrir vandaðan, skjótan og alhliða fréttaflutning af illviðri og snjókomu í september 2012, þar sem frá upphafi var dregin fram og skilgreind yfirvofandi ógn fyrir fólk og búfénað. Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir viðamikinn og vandaðan greinaflokk um einhverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við greiningu, ekki síst hjá stúlkum. Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra.                 RannsóknarblaðamennskaAndri Ólafsson, Stöð 2, fyrir afhjúpandi fréttir af aðkallandi fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir að draga fram óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og fyrir að varpa, ásamt Helga Seljan ljósi á umdeild atriði varðandi innleiðingu kerfisins.   Viðtal ársinsAnna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir opinskátt viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup sem tjáði sig þar með einlægum hætti um bæði persónuleg mál sín og atriði sem varða embættið. Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir sérstaklega vel skrifað og lifandi mannlífsviðtal við eistneska tónlistarmanninn Valmar Valjaots. Blaðamannaverðlaun ársins Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.   Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls.   Una Sighvatsdóttir, mbl.is (Morgunblaðinu), fyrir greinaflokkinn Váin á vegum, þar sem fjallað var um umferðarslys frá mörgum sjónarmiðum með því að tvinna saman ýmsar fjölmiðlagáttir s.s. prentmiðilinn, netið, gagnvirka grafíska framsetningu og myndskeið.
Lesa meira
NUJ semur við Guardian

NUJ semur við Guardian

Guardian News & Media (GNM) sem meðal annars gefur út Guardian, Observer og guardian.co.uk, hefur samið við Blaðamannasamband Bretlands NUJ um sparnaðaraðgerðir hjá fyrirtækinu. Þar með er afstýrt aðgerðum af hálfu NUJ sem boðaðar höfðu verið vegna 7 milljón punda niðurskurðar sem boðaður hafði verið hjá fyrirtækinu í fjáhagsáætlun sem birt var á síðasta ári. Samkvæmt þeim áformum stóð til að fara út í stórfelldar uppsagnir ef ekki væri hægt að ná markmiðunum með öðrum hætti.Sjá einnig hér
Lesa meira
Forseti Rúmeníu svarar EFJ og IFJ

Forseti Rúmeníu svarar EFJ og IFJ

Í gær svarði forseti Rúmeníu, Traian B?sescu, bréfi frá forseta Evrópusambands blaðamanna(EfJ) og Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) þar sem gerðar voru athugasemdir við misnotkun á ríkisfréttamiðstöðinni þar í landi. Þeir Arne König (EFJ) og Jim Boumelha (IFJ) höfðu í bréfinu lýst miklum áhyggjum yfir því að ekkert hafi verið gert í því af hálfu rúmenskra stjórnvalda að stöðva misnotkun stjórnenda fréttamiðstöðvarinnar AGERPRES á starfsmönnum. Jafnframt lýstu þeir áframhaldandi stuðningi alþjóðasamtakanna við aðildarfélag sitt í Rúmeníu í vörn þess fyrir tjáningafrelsi blaðamanna. Rúmenski forsetinn segir í svarbréfi sínu að málið verði skoðað. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jafnréttismál í BNA: Nýmiðlar í sama fari og hefðbundnir miðlar

Jafnréttismál í BNA: Nýmiðlar í sama fari og hefðbundnir miðlar

Miðstöð fjölmiðlakvenna í BNA (Women’s Media Center) kynnti fyrir helgina skýrslu sína um stöðu kvenna í bandaríksri fjölmiðlum árið 2012. Fram kemur að að að fréttamiðlar eru „ótrúlega einsleitir þegar kemur að speglun kynjanna“. Fréttasíður sem eru eingöngu á netinu hafa „fallið í sama far og hefðbundnir fjölmiðlar, segir í skýrslunni, því greinar eftir karla eru mun fleiri en greinar eftir konur í fjórum af þeim sex miðlum af þessari tegund sem skoðaðir voru. Í umfjölluninni um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru greinar eftir karlkyns blaðamenn þrjár á móti hverri einni eftir kvenblaðamann. Þá kemur fram að mun líklegra er að vitnað sé í karla en konur í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Einu jákvæðu fréttirnar um þátttöku kvenna í fjölmiðlum eru að í fyrsta sinn eru kvenfréttastjórnar komnir upp í 30% af heildinni, en þeim fjölgaði heldur frá árinu áður. Sjá hér
Lesa meira
Tilkynning

Ráðstefna um rannsóknarblaðamennsku

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi verður með ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku laugardaginn 6. apríl á Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Líkt og í fyrra verða bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni. Nils Hanson, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins þáttarins Uppdrag Granskning á sænska ríkissjónvarpinu, hefur staðfest komu sína á ráðstefnuna. Nils Hanson kallar fyrirlestur sinn ABC of Investigative Journalism. Dagskrá ráðstefnunnar er í vinnslu og verður kynnt á næstunni, en ráðstefnan mun standa allan daginn. Ráðstefnugjaldið er 20.000. Greiða þarf 2.000 kr. staðfestingargjald við skráningu, en BÍ greiðir restina af ráðstefnugjaldinu, 18.000 kr. fyrir sína félagsmenn. Félagar í Félagi fréttamanna á RÚV þurfa að greiða allt ráðstefnugjaldið sjálfir og sækja svo um endurmenntunarstyrk hjá BHM sem hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sinna félagsmanna. Félagsmenn annarra stéttarfélaga (s.s. myndatökumenn, pródúsentar, ljósmyndarar, tæknifólk) eru hvattir til að kynna sér endurmenntunarstyrki sinna stéttarfélaga. Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá starfsmanni ICIJ, Brynju Dögg Friðriksdóttur icij@hi.is Síðasti dagur til að skrá sig á ráðstefnuna er föstudagurinn 22. mars.
Lesa meira
Hæstiréttur vs Mannréttindadómstóllinn í  Strassborg

Hæstiréttur vs Mannréttindadómstóllinn í Strassborg

Þrátt fyrir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu sl. sumar í máli Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þar sem Hæstiréttur er harðlega gagnrýndur fyrir málsmeðferð í málum þar sem blaðamenn hafa eftir nafngreindum viðmælendum sínum, dæmdi Hæstiréttur í dag blaðamann til greiðslu miskabóta yrir svipað mál á grundvelli gömlu prentllaganna. Ægir Geirdal fór í mál við Steingrím Sævarr Ólafsson fyrir fréttaflutning á Pressunni þar sem byggt var á nafngreindum viðmælendum. Í samantekt Hæstaréttar sjálfs kemur skýrt fram að breytingin sem varð með fjölmiðlalögunum skiptir öllu því ekki er dæmt fyrir ein ummæli sem birtust eftir gildistöku laganna. Sjá feitletrun lok samantektar. Samantekt Hæstréttar sjálfs er eftirfarandi: „Æ höfðaði mál gegn S vegna umfjöllunar um hann sem birt var á vefmiðlinum www.pressan.is, í kjölfar þess að Æ bauð sig fram til stjórnlagaþings. Krafðist Æ þess að tiltekin ummæli yrðu ómerkt og S gert að greiða honum miskabætur auk kostnaðar við birtingu dóms í einu dagblaði. Í niðurstöðu Hæstaréttar var m.a. fallist á að þeir sem gæfu kost á sér til trúnaðarstarfa í þágu almennings yrðu að þola umfjöllun á opinberum vettvangi sem snerti hæfni þeirra og eiginleika og hvort þeir væru traustsins verðir. Það gæti hins vegar ekki réttlætt að Æ væri borin á brýn sú refsiverða háttsemi sem fram hefði komið hjá netmiðlinum. Hefði Æ hvorki verið fundinn sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um né sætt rannsókn lögreglu af slíku tilefni. Var fallist á að ómerkja hluta þeirra ummæla sem viðhöfð höfðu verið og Æ krafðist ómerkingar á. Ein ummælana voru birt eftir gildistöku laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og var S ekki talinn bera ábyrgð á þeim þar sem þau voru réttilega höfð eftir nafngreindum einstaklingum, sbr. a. lið 1. mgr. 51. gr. laganna. Þá var S gert að greiða Æ 200.000 krónur í miskabætur“ Sjá dóminn hér
Lesa meira
Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2013

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2013

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2013 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur. Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi. Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkjanna árið 2013 verður lögð áhersla á verkefni um  norrænt samstarf, þar á meðal störf og fundi Norðurlandaráðs og áherslu ráðsins á árinu á utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þá verður einnig lögð áhersla á verkefni um menningarstefnu sem vettvang fjölbreytni og sjálfsmyndar á Norðurlöndum, nánar tiltekið um hvernig norrænt samstarf í menningarmálum tekur mið af  auknum flutningi fólks milli landa og meiri fjölbreytni í menningu, trúarbrögðum og þjóðlífi, og hvernig lista- og menningargeirinn túlkar þau lýðræðislegu gildi sem Norðurlandabúar eiga sameiginleg.  Styrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Frekari upplýsingar um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs má finna á http://www.norden.org/is/nordurlandarad/bladamannastyrkir-nordurlandarads.Umsóknum má skila rafrænt til larusv@althingi.is eða með bréfi til:Íslandsdeild NorðurlandaráðsAlþingi150 ReykjavíkUmsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 18. mars 2013. Hér má sjá skjalið um styrkinn: http://press.is/images/skjol/Tilkynning.pdf
Lesa meira
Kaupa ekki efni sem aflað er á átakasvæði

Kaupa ekki efni sem aflað er á átakasvæði

Ýmis virðuleg bresk blöð hafa tekið undir stefnu Sunday Times um að þyggja ekki efni, sem lausamenn (freelance) bjóða þeim og aflað hefur verið á átakasvæðum í Sýrlandi. Gildir þetta m.a. um myndir sem lausamenn taka af átökum og er rökstuðningurinn sá að ef blaðið kaupi myndir eða annað efni af lausamönnum sé verið að skapa hvata fyrir þá til að taka áhættu á ófriðarsvæði. Nóg sé hættan fyrir, sem steðji að blaðamönnum. Þannig var það t.d. að ljósmyndarinn Rick Findler sem lagði inn til blaðsins ljósmyndir frá átökum í Aleppo á dögunum fékk þau svör að hann væri með flott efni og hefði greinilega unnið frábæra vinnu, en engu að síður vildi blaðið ekki kaupa myndirnar vegna stefnu blaðsins um að stuðla ekki að því að blaðamenn freistuðust til að taka áhættu í vinnunni. Nú hafa The Times, Guardian, Observer og The Independent upplýst að þau fylgi svipaðri stefnu. Sjá einnig hér
Lesa meira
Réttarbót til finnskra lausamanna

Réttarbót til finnskra lausamanna

Frá því um áramótin síðustu er staða finnskra lausamanna í blaðamennsku (freelance) hvað varðar rétt til atvinnuleysisbóta mun betri en áður. Þetta má þakka lagabreytingu sem viðurkennir að lausamennska í blaðamennsku er blaðamennska, en ekki fyrst og fremst sjálfstæður atvinnurekstur. Þar með eiga lausamenn – eins og aðrir blaðamenn og launamenn– rétt á að sækja um atvinnuleysisbætur. Lagabreytingarnar eru ekki hvað síst til komnar vegna langvarandi og stöðurs þrýstings frá Blaðamannaféalgi Finnlands. Í þessu felst einnig breyting á hvað það varðar að nú þurfa lausamenn ekki að bíða mánuðum saman eftir því að geta komist á atvinnuleysisbætur. Sjá meira hér
Lesa meira