Bjargar spjaldtölvan ítargreinum?

Fjöldi ítarlegra greina í helstu dagblöðum vestan hafs, þ.e.a.s greina sem eru 2000 orð eða meira, hefur farið mjög minnkandi á undanförnum árum. Í Los Angeles Times hefur greinum af þessu tagi fækkað um 86 prósent á síðasta áratug, samkvmt úttekt Dean Starkman í hinu virta tímariti Columbia Journalism Review. Á sama tíma og ýmsir telja að tími ítarblaðamennskunnar sé liðinn eru aðrir sem segja að hin gríðarlega aukning í spjaldtölvum geti falið í sér endurfæðingu ítarblaðamennsku þar sem féttir séu settar í samhengi. Samkvæmt grein Starkmans jókst fjöldi ítalrlegra fréttagreina í blðum frá því um 1950 og fram að aldamótunum 2000, en hápunkur slíkrar djúpblaðamennsku mun hafa verið fyrir um ártatug síðan.

Sjá meira hér