Smugan.is í rekstrarvanda og leitar til lesenda

Vefritið smugan.is mun hætta starfsemi vegna þungs rekstrar um mánaðarmótin en starfsemin verður þó með óbreyttu sniði fram yfir kosningar. Eftir það munu nýir eigendur freista þess að skjóta stoðum undir rekstur miðilsins og opna hann aftur í haust. Í pistli sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ritstjóri skrifar á síðuna segir m.a.: „Útgáfufélagið hefur verið sjálfstættt gagnvart Vinstri hreyfingunni grænu framboði en núna verða slitin öll tengsl við flokkinn, Lilja Skaftadóttir og aðrir stórir eigendur hafa látið nýjum eigendum eftir hluti sína, sem munu hafa það hlutverk að koma fótum undir reksturinn ef það er hægt. Það er því smuga, að hægt sé að halda áfram, ef þú lesandi góður getur hugsað þér að taka þátt í rekstrinum með sérstakri styrktaráskrift. Ef nægilega margar áskriftir safnast á næstu mánuðum opnar Smugan aftur í haust, ferskari, beittari og beinskeyttari en fyrr.“

Sjá pistil Þóru í heild hér