Fréttir

Tilkynning

Pressukvöld með Annie Machon

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi standa fyrir Pressukvöldi með Annie Machon, fyrrum njósnara MI5 og framkvæmdastjóra LEAP, í Gym & Tonic salnum á Kex hosteli, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30. ,,The War Against Drugs, The War Against Terror and The War Against the Internet are all interconnected,” Annie MaconMachon starfaði í fimm ár í innanlandsdeild bresku leyniþjónustunnar, MI5, en hætti störfum og gerðist uppljóstrari til að fletta ofan af vanhæfni og lögbrotum fjölmargra njósnara stofnunarinnar. Machon er þekkt fyrir sérþekkingu sína á fjölmiðlum, ýmsum sviðum stjórnsýslu og starfsemi leyni- og öryggisstofnana. Hún beitir sér fyrir opnari stjórnsýslu og ábyrgð hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum.Machon er eftirsóttur ræðumaður og á Pressukvöldinu mun hún fjalla um uppljóstrara og vernd þeirra ásamt því að ræða eigin reynslu af störfum sínum fyrir bresku leyniþjónustuna MI5. Pressukvöldið er eins og áður segir í Gym & Tonic sal Kex Hostelsins, Skúlagötu 28, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30.  Það er Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, sem skipuleggur komu Machon til landsins.  Machon mun halda fjölda fyrirlestra á vegum Snarrótarinnar dagana 21.-28. febrúar um frelsi internetsins, fíkniefnastríðið og persónunjósnir. Nánari upplýsingar um fyrirlestrarröð Machon og viðburði á vegum Snarrótarinnar, má finna á heimasíðu samtakanna; www.snarrotin.is Þar er einnig ítarefni, m.a. viðtöl við hana. Hægt er að kynna sér störf Machon á heimasíðu hennar;  www.anniemachon.ch og starfsemi LEAP (Law Enforcement Against Prohibition) hér; www.leap.cc
Lesa meira
Annie Machon, fyrrum njósnari MI5, á Pressukvöldi

Annie Machon, fyrrum njósnari MI5, á Pressukvöldi

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi standa fyrir Pressukvöldi með Annie Machon, fyrrum njósnara MI5 og framkvæmdastjóra LEAP, í Gym & Tonic salnum á Kex hosteli, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30. ,,The War Against Drugs, The War Against Terror and The War Against the Internet are all interconnected,” Annie Macon Machon starfaði í fimm ár í innanlandsdeild bresku leyniþjónustunnar, MI5, en hætti störfum og gerðist uppljóstrari til að fletta ofan af vanhæfni og lögbrotum fjölmargra njósnara stofnunarinnar. Machon er þekkt fyrir sérþekkingu sína á fjölmiðlum, ýmsum sviðum stjórnsýslu og starfsemi leyni- og öryggisstofnana. Hún beitir sér fyrir opnari stjórnsýslu og ábyrgð hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Machon er eftirsóttur ræðumaður og á Pressukvöldinu mun hún fjalla um uppljóstrara og vernd þeirra ásamt því að ræða eigin reynslu af störfum sínum fyrir bresku leyniþjónustuna MI5. Pressukvöldið er eins og áður segir í Gym & Tonic sal Kex Hostelsins, Skúlagötu 28, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30.  Það er Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, sem skipuleggur komu Machon til landsins.  Machon mun halda fjölda fyrirlestra á vegum Snarrótarinnar dagana 21.-28. febrúar um frelsi internetsins, fíkniefnastríðið og persónunjósnir. Sambýlismaður Machon, Arjen Kamphuis, verður einnig með í för og hann heldur námskeið um dulkóðun og gagnaöryggi á netinu ásamt Smára McCarthy í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, kl. 14:00-21:30 laugardaginn 23. febrúar. Á námskeiðinu munu Arjen, Smári og vösk sveit leiðbeinenda aðstoða við uppsetningu dulkóðaðs tölvupósts og öruggs vefskoðara á Linux, Mac og Windows tölvum. Þátttakendur geta komið með fartölvu eða spjaldtölvu til að setja upp og læra að nota PGP dulkóðun í tölvusamskiptum. Machon verður á staðnum frá kl. 15 og tekur þátt í óformlegu rabbi um lögvæðingu, starfsemi njósnastofnana og persónuvernd á netinu. Blaða- og fjölmiðlamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta á námskeiðið en það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar um fyrirlestrarröð Machon og viðburði á vegum Snarrótarinnar, má finna á heimasíðu samtakanna; www.snarrotin.is Þar er einnig ítarefni, m.a. viðtöl við hana. Hægt er að kynna sér störf Machon á heimasíðu hennar;  www.anniemachon.ch og starfsemi LEAP (Law Enforcement Against Prohibition) hér; www.leap.cc
Lesa meira
Hálfsíðu auglýsing - ekki fullnægjandi birting?

Hálfsíðu auglýsing - ekki fullnægjandi birting?

Hálfsíðu auglýsing með dómi Hæstaréttar dugar ekki sem fullnusta á birtingu dóms að mati lögmanns Jóns Snorra Snorrasonar sem höfðaði mál á hendur DV og vann. Í úrskurði réttarins var kveðið á um birtingu dómsins og er Jón Snorri og lögmaður hans ósátt við hvernig það var gert og hafa krafist úrbóta. Jón Trausti Reynisson ritstjóri DV  greinir frá þessu í bloggi í gær og bendir m.a. á að það hafi nánast farið saman í tíma að hann hafi verið boðaður til sýslumanns vegna kvartana vegna birtingar dómsins og að málflutningur fór fram gegn Jóni Snorra í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sjá blogg Jóns Trausta
Lesa meira
Braut ekki siðareglur

Braut ekki siðareglur

Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað í máli þar sem Björn Þorláksson ritstjóri á Akureyri-vikublað var kærður fyrir umfjöllun sína um dagföður á Akureyri undir .yfirskriftinni "Sýknaður af níði passar börn", sem birtist íblaðinu 18. janúar sl. Siðanefnd telur að Björn hafi ekki brotið siðareglur BÍ í umfjöllun sinni. Sjá úrskurð hér   
Lesa meira
Tilnefningafrestur rennur út eftir helgi!

Tilnefningafrestur rennur út eftir helgi!

Rétt er að minna á að frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012 rennur út nú eftir helgina, en fresturinn er  til kl 12:00 mánudaginn 11. febrúar 2013. Tilnefningar  ásamt fylgigögnum skulu annað hvort berast til skrifstofu Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23, Reykjavík  eða vera skilað rafrænt á sérstöku tilnefningarformi sem finna má með því að smella á hnappinn "Tilnefnið hér" , sem er hér til hliðar. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað úr þremur í fjóra og hefur flokkurinn "Viðtal ársins" nú bæst við en fyrir voru verðlaunaflokkarnir "Blaðamannaverðlaun ársins"; "Rannsóknarblaðamennska ársins"; og "Besta umfjöllun árins". Í greinargerð með tillögu stjórnar fyrir aðalfund sagði meðal annars um tilefni þessarar breytingar að  næstum áratugs reynsla er nú komin á Blaðamannaverðlaun B.Í. Fram hafi komið hjá talsmönnum dómnefndar í gegnum árin að skynsamlegt kynni að vera að bæta við einum eða tveimur verðlaunaflokkum til þess að verðlaunin næðu til fjölbreyttari flóru blaðamennsku á Íslandi. Síðan segir í greinargerðinni:  " Þegar þessi mál hefur borið á góma hefur það jafnan verið ótti við að verðlaunaflokkum fjöldi of mikið. Vissulega má til sanns vegar færa að brýnt sé varlega í að fjölga flokkum. Of margir flokkar geta gengisfellt verðlaunin og gert þau ómarkvissari. Hins vegar er stjórn BÍ sammála því áliti talsmanna dómnefndar í gegnum árin að óhætt væri að fjölga um einn.  Í ljósi þess að þeir flokkar sem nú þegar er verðlaunað fyrir byggja að verulegu leyti á fréttatengdu efni, er mikilvægt að draga fram það sem vel er gert í annars konar blaðamennsku. Því er gerð tillaga um að bæta við aðeins einum flokki, “Viðtal ársins”."
Lesa meira
Tilkynning

Fyrirlestur: Ný heimildaljósmyndun í brennidepli

Ný heimildaljósmyndun í brennidepli – fyrirlestur í Norræna Húsinu Hinn grísk-breski heimildaljósmyndari George Georgiou mun halda fyrirlestur um ljósmyndun sína í Norræna Húsinu laugardaginn 9. febrúar klukkan 13. Hann var listrænn leiðbeinandi Borderlines-ljósmyndaverkefnisins sem nú er til sýnis á jarðhæð Norræna Hússins á vegum FÍSL. George er margverðlaunaður en hann hefur undanfarinn áratug dvalist og myndað í Austur-Evrópu, Tyrklandi og á Balkanskaga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en mun George aðallega lýsa tveimur nýlegum verkum sínum:Invisible London samanstendur af myndum sem hann tekur úr strætó á ferðalögum sínum um London. Þannig tekst honum oft á tíðum að ná myndum af einlægum augnablikum sem hann gæti illa gert berskjaldaður á götum London. Myndirnar bera ýmis merki þess að vera teknar úr breskum strætisvögnum og skapa einstaka mynd af borginni og íbúum hennar.Turkey/Faultlines/East/West er eins og nafnið gefur til kynna sería af myndum frá Tyrklandi, landi andstæðna, þar sem austrið og vestrið mætast. George bjó og vann í Tyrklandi í næstum fimm ár og fylgdist með þeim mikla uppgangi sem þar hefur verið síðastliðin ár. Eftir fyrirlesturinn veitist tækifæri til spjalls, bæði við George og þátttakendur í Borderlines, Valdísi Thor og Hallgerði Hallgrímsdóttur.Reykjavíkurborg og Canon-Nýherji styrkja sýninguna og Reykjavíkurborg styrkir sérstaklega komu George til landsins. Sjá:www.georgegeorgiou.net
Lesa meira
Orlofshús BÍ um páska

Orlofshús BÍ um páska

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2013 frá miðvikudeginum 27. mars til þriðjudagsins 2. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri.Umsóknarfrestur er til föstudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.
Lesa meira
Nýtt starfsár EFJ í Brennidepli

Nýtt starfsár EFJ í Brennidepli

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur í nýju fréttabréfi kynnt helstu áherslur sýnar fyrir árið 2013 og setur þrjú málefni í brennidepil. Þau þrjú mál sem munu verða í forgrunni baráttu sambandsins í ár eru þessi: Barátta fyrir frelsun fangelsaðra blaðamanna í Tyrklandi. Barátta fyrir sanngjörnum samningum fyrir blaðamenn í Evrópu. Þáttaka í átaki fjölmargra stofnana og félagasamtaka fyrir fjölbreytni fjölmiðla í Evrópu. Evrópusambandi hefur með skiulagsbeytingum á Alþjóðasambandi blaðamanna fengið meira sjálfstæði frá móðursamtökunum og í dagskrá og stefnumörkun fyrir aðalfund EFJ í maí sem haldinn verðu í Verviers í Belgíu tekur mið af því. Einn liður í þessum breytingum er útgáfa fréttabréfsins Brennidepils þar sem ofangreinar áherslur eru settar fram, en fréttabréfið mun koma út á um tveggja vikna fresti. Sjá fréttabréfið Brennidepil
Lesa meira
Tilkynning

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda Insafe samstarfsnetið, og nærri 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og sýnd í sjónvarpi næstu daga. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi og Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Hafþór Freyr Líndal, ungmennaráði SAFT. Dagskrá: 13.00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið og veitir verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á netinu 13.15 Málstofa 1 – stofa H207 - Skólinn, uppeldi og samfélagsmiðlar • Hver er draumaskólinn? • Tölvu- og töflumenning • Bætt upplýsingalæsi aukin meðvitund um netöryggi í grunnskólum landsins • Tölvur í leikskólum, til hvers? • Einelti • Fjárhættuspila• Klám á netinu • Birtingamynd kynjanna• Netið og sjálfsmynd • Ábyrgð foreldra • Félagsleg virkni og samskipti • Internetið er komið til að vera• Kommentakerfi fjölmiðla 13.15 Málstofa 2 – stofa H205 - Tækni, öryggi og lög • Áhrif snjalltækja á samskipti • Opinn hugbúnaður og apps • Auðkenning á netinu • Tölvuský • Forvarnir og fræðsla um netvarnir• Ábendingahnappur • Niðurhal og PEGI • Frumvarp um landslénið .is • IGF – umræðuvettvangur um skipulag og þróun internetsins • Réttindi og skyldur á netinu • Almenn hegningarlög og úrræði við ólögmætu efni á netinu • Netsíun 16.00 Veitingar Málþingið verður sent beint út á Netinu en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á saft@saft.is eða hér á Facebook síðu SAFT, en þingið er öllum opið án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

Washington Post: Bloggarar eða blaðamenn? Það er spurningin!

Jim Inhofe öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum vitnaði í bloggarann Jennifer Rubin á Washington Post, þegar hann sat fyrir svörum í tengslum við tilnefningu Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra sl. fimmtudag. Inhofe vísaði til bloggarans Jennifer Rubin sem „blaðamanns á Washington Post“ og í kjölfarið hefur brotist fram í opinbera umræðu – á Twitter - átakamál sem lengi hefur kraumað innan ritstjórnar Washington Post. Skömmu eftir að umrædda tilvísun í Jennifer Rubin, setti Rajiv Chandrasekaran, blaðamaður á Washington Post, inn færslu þar sem hann sagði að Rubin „væri EKKI blaðamaður á Washington Post“. Með því var opinberuð umræða sem hefur skipt starfsmönnum Washington Post í tvær fylkingar undanfarin ár: Washington Post sem kom seint á netið og berst við að halda stöðu sinni á fjölmiðlamarkaði sem yfirburðamiðlill ,tók upp á því að fá þekkta bloggara til að skrifa fyrir sig, bloggara sem oft eru með sterkar skoðanir og draga taum ákveðinna pólitískra afla. Þetta hefur hins vegar farið í fólk á fréttadeildinni, sem segir að þessi skoðanaskrif með óljósum mörkum gagnvart öðru efni hafi gengisfellt stöðu blaðsins sem hlutlægs, sanngjarns og óháðs miðils. Sjá meira hér
Lesa meira