EFJ krefst réttlætis fyrir myrta franska blaðamenn

Lík blaðamannanna fær heim til Frakklands
Lík blaðamannanna fær heim til Frakklands

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur skrifað fjölskyldum tveggja franskra blaðamanna sem drepnir voru í Mali á laugardaginn og vottað þeim samúð sína. Blaðamennirnir Ghislaine Dupont og Claude Verlon voru drepnir með köldu blóði og hafa morðin kallað fram harðorða fordæmingu víða, m.a. frá blaðamannasamtökum í Frakklandi. Í bréfinu sem formaður og framkvæmdastjóri EFJ sendu frá sér er aðstandendum vottuð samúð og þess krafist að ódæðismennirnir verði látinr svara til saka fyrir gerðir sínar.

Sjá einnig hér (mín 31:27)