Ójafnvægi í vali viðmælenda á ljósvakanum

Athyglisverð umræða hefur að undanförnu spunnist um þá mynd sem fjölmiðlar, einkum ljósvakamiðlar, draga upp af þjóðfélaginu með vali á viðmælendum í fréttum og dagskrá. Félag kvenna í atvinnulífinu hóf  umræðuna að þessu sinni með því að vekja athygli á hversu lítið hefur breyst varðandi hlutföll kynjanna í fjölmiðlum. Í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr könnun sem CreditInfo gerði fyrir félagið og voru helstu niðurstöður að þrátt fyrir jákvæða þróun séu hlutfall viðmælanda í ljósvakaþáttum og fréttum 70% karlkynsviðmælenda gegn 30% kvenkynsviðmælenda. Talningin náði til tímabilsins frá 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013 og var heildarfjöldi viðmælenda yfir 100.000. Í framhaldinu hafa þessar niðurstöður verið ræddar í Speglinum og í þætti Gísla Marteins í gær og í dag vekur Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis máls á því að þessi þróun sé áhyggjuefni og vill hann víkka hana út og bendir á ójafnvægi í vali á viðmælendum eftir búsetu.

Sjá frétt FKA
Viðtal í Speglinum
Athugasemd forseta Alþingis