Morgunblaðið 100 ára - frímerki

Morgunblaðið verður 100 ára á morgun, en það kom fyrst út 2. nóvember 1913.  Blaðið var til að byrja með 8 síður að stærð og var helsti stofnandi þess, eigandi og ritstjóri Vilhjálmur Finsen.  Vilhjálmur hafði kynnst blaðamennsku og blöðum erlendis og meðal annars komist í kynni við Cavling sem var ritstjóri á Politiken í Danmörku.  Í fyrsta blaðinu sem kom út segir um blaðið: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað.”    Í tilefni af afmælinu hefur Pósturinn gefið út sérstakt frímerki sem  Hörður Lárusson hefur hannað. Verðgildi frímerkisins er 50g innanlands. Þá er von á veglegu afmælisblaði á afmælisdaginn.

Sjá umfjöllun um frímerki hér