Lítið traust til fjölmiðla almennt

Aðeins 12,7% þjóðarinnar ber mikið eða frekarmikið traust til fjölmiðla samkvæmt nýrri mælingu MMR. Hins vegar bera rétt rúm 40% þjóðarinnar frekar lítið eða lítið traust til þeirra. Samkvæmt sömu mælinu. Fjölmiðlarnir eru sú stofnun í samfélaginu sem almennigur ber hvað minnst traust til og aðeins bankakerfið og Fjármálaeftirlitið hafa minna traust þjóðarinnar. Hins vegar hefur lögreglan mest traust (77,1%), þá Háskóli Íslands (61,3%) og í þriðja sæti er Ríkisútvarpið með um 52,3% traust að baki sér. Athygli vekur sá mikli munur sem kemur fram á trausti til RÚV annars vegar og svo fjölmiðla almennt hins vegar.

Fjölmiðlar höfðu tæplegar 23% traust í desember 2008 samkvæmt mælingum MMR en duttu fljótlega niður og voru lengi á bilinu í kringum 15%. Í fyrra fór traustið almveg niður í 11,7% og er í ár 12,7 eins og áður segir.

Sjá einnig hér