Óheimilt að kanna notkun á "auglýsingabönum" án fyrirfram samþykkis

Á vefsíðu danska Blaðamannsins (journalisten.dk)  er að finna frétt um að það stríði gegn Evrópureglum að fjölmiðlafyrirtæki kanni hvort neytendur feli auglýsingar ( adblockere) í tölvum sínum eða snjalltækjum nema fá til þess sérstakt samþykki viðkomandi fyrst. Þetta er haft eftir talsmanni kommisars  framkvæmdastjórnar ESB varðandi  stafrænan innri markað.  Þessar upplýsingar koma inn í mikla umræðu um gildi svokallaðra „auglýsingabana“ eða „adblockere“ sem notendur geta nýtt sér þannig að í staðinn fyrir að sjá auglýsingar á þar til gerðum auglýsingasvæðum á vefsíðum þá er auður eða hvítur reitur.  Notkun á þessum möguleika hafur farið vaxandi og miklar umræður spunnist um gildi þeirra, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum, vegna þess að þetta þykir vega að rekstrargrunni netmiðla, sem ekki hefur verið mjög sterkur fyrir.  Um 14% danskra neytenda nýta sér nú þessa leið, og svipuð þróun hefur átt sér stað víðar. Hafa fjölmiðlafyrirtæki mörg hver gripið til þess ráða að sía úr þá sem nota þessa tækni þannig að þeir fá takmarkaðra efni nema gegn borgun, eða þá að þeim eru send einhvers konar skilaboð þar sem  þeir eru hvattir til að  kveikja á auglýsingahólfum á þeirri forsendu að borga þurfi fyrir það ritstjórnarefni sem boðið er upp á.

 Sjá meira hér