DR flytur 150 stöðugildi út á land

DR í Árósum
DR í Árósum

Danmarks Radio (DR), ríkisútvarpið í Danmörku hefur ákveðið að um 150 stöðugildi hjá stofnuninni skuli flutt frá Kaupmannahöfn og til Árósa og Álaborgar. Nú liggja fyrir samningar um það með hvaða hætti og hvaða forsendur verða fyrir því að starfsfólk flytji með vinnustaðnum úr höfuðborginni, en ásamt öðru er gert ráð fyrir að starfsmenn geti fengið allt að 60 þúsund danskra króna eða rúmlega 1100 þúsund íslenskra króna greiðslu ef þeir flytja. Svo virðist sem að eftir atvikum sé nokkur sátt  um niðurstöðuna hjá stéttafélögum starfsmanna sem vinna hjá stofnuninni. Maria Rørbye Rønn  útvarpsstjóri DR hefur sagt að tilgangurinn með þessu sé að styrkja bæði DR í held sinni og þær stöðvar sem stöður verði fluttar til, en að þetta sé ekki gert vegna pólitísks þrýsting. Eðlilega komi upp áhyggjur vegna slíkra flutninga enda hafi þeir rask í för með sér en til lengdar sé þetta gott fyrir stofnunina sem eigi að þjóna öllu landinu.

Sjá meira hér