BNA: Flestir treysta staðbundnum miðlum

Í nýlegri könun PEW stofnunarinnar í Bandaríkjunum á ýmsu er varðar fjölmiðlanotkun þarlendra kemur fram að almenningur treystir staðbundnum fjölmiðlum best.  Í könnuninn var spurt hvort fólk treysti fjölmiðlum vel eða hvort það treysti þeim nokkuð (some)  og svo hvorki/né og síðan hvort það treysti þeim ekki og alls ekki. Í ljós kom að  fólk sagðist flest treysta staðbundnum miðlum, en um 22% sögðust treysta þeim vel en um 60% treystu þeim nokkuð. Sambærileg tala fyrir landsdekkandi miðla var 18% sem treystu þeim vel og 59 sem treystu þeim nokkuð. Sú niðurstaða er svipuð því sem kom út þegar spurt var um traust á fréttum sem vinir og vandamenn segðu þeim.  Áberandi er hins vegar að traust á fréttum sem komu á samfélagsmiðlum er mun sjaldgæfara, en aðeins 4% svarenda sögðust treysta fréttum þaðan vel og 30% kváðust treysta þeim nokkuð.

Sjá einnig hér