Starfsmenn senda frá sér ályktun

Eftirfarandi álktun var samþykkt einróma á fundi starfs­manna Frétta­blaðs­ins og Vís­is í gær, 8. ágúst 2016, en umtalsverð óánægja er vegna uppsagnar Pjeturs Sigurðssonar yfirmanns ljósmyndadeildar:

"Til stjórn­ar­for­manns 365, for­stjóra og aðal­rit­stjóra.

Við, starfs­menn Frétta­blaðs­ins og Vís­is, mót­mælum harð­lega óverð­skuld­aðri upp­sögn yfir­manns ljós­mynda­deildar 365, Pjet­urs Sig­urðs­son­ar. Jafn­framt eru hörmuð óásætt­an­leg vinnu­brögð aðal­rit­stjóra og yfir­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins í aðdrag­anda upp­sagnar Pjet­urs og við kynn­ingu á henni til sam­starfs­manna hans. 

Við beinum því til stjórnar og stjórn­enda 365 að tryggja að slík fram­ganga, sem grefur undan fag­legum grunni og trú­verð­ug­leika frétta­stof­unn­ar, geti ekki end­ur­tekið sig. 

Pjetur Sig­urðs­son hefur þriggja  ára­tuga reynslu sem blaða­ljós­mynd­ari. Þar af þrettán ára starfs­feril hjá Frétta­blað­inu og Vísi. Hann á að baki far­sælan feril og hefur reynst góður sam­starfs­mað­ur. 

Við teljum að öll með­ferð máls­ins hafi skaðað alvar­lega það traust sem verður að ríkja innan rit­stjórn­ar­inn­ar."