Reuters Institute: Rekstrarmódel fjölmiðla í vanda

Helstu straumarnir í stafrænni fréttamiðlun á þessu ári virðast vera þrenns konar samkvæmt Reuters Institute Digital News Report 2016.  Þessir þrír þættir eru: a) mikill vöxtur í því að fréttum er deilt og lesendur sjá þær annars staðar en á upphafssíðum þeirra,  b) mikill vöxtur í farsíma og snjalltækjanotkun og  c)  vaxandi notkun á auglýsingavörnum.

Þessi þrjú atriði í sameiningu hafa aukið verulega á grundvallarvanda við rekstur fjölmiðla, í raun sjálft  grundvallar rekstrarmódelið,  bæði hefðbundinna fjölmiðla og fjölmiðla sem eru fyrst of fremst á netinu.  Auk þess hefur þetta breytt verulega hvernig fréttir eru setta fram og þeim dreift.

Könnun Reuters Institute nær til 26 landa (þó ekki Íslands) og myndir sem hún dregur upp sýnir að störf eru að tapast í greininni, sparnaðaraðgerðir eru víðtækar, og rekstraráætlanir standast ekki þar sem minnkandi tekjur í prentmiðlun í bland við erfiðan rekstur netmiðla skapa rekstralegt illviðri fyrir alla.  Hver sem litið er má sjá nýjar gáttir opnast fyrir fréttaefni, yfirleitt sem einhvers konar viðbót við útvarps og sjónvarpsrekstur og oft þá á kostnað prentmiðla.

Sjá meira hér