Síðustu blaðamennirnir flytja úr Fleet Street

Fleet Street um 1890
Fleet Street um 1890

Þegar blaðamennirnir Gavin Sheriff og Darryl Smith, sem báðir vinna fyrir skoska vikublaðið The Sunday Post, lokuðu  ritstjórnarskrifstofudyrnum á eftir sér á dögunum, var lokið meira en 300 ára sögu blaðamennsku á Fleet Street í London. Þeir voru síðustu blaðamennirnir sem höfðu aðstöðu í þessari fornfrægu dagblaðagötu.  Báðir gerðu þeir sér grein fyrir því að um sögulega stund var að ræða  og sagði Sheriff að nafn götunnar og breskrar blaðamennsku myndu ávallt tengjast  í breskri blaðasögu,  sögu þar sem þeir tveir væru í raun síðustu geirfuglarnir.

Dagblaðaútgáfa í götunni hófst árið 1702 með útgáfu blaðsins Daily Courant og blöðunum átti eftir að fjölga þarna og á blómatíma götunnar iðaði hún af fréttaþyrstum blaðamönnum.

Sjá einnig hér