Blaðamaður drepinn fimmta hvern dag!

 

Samkvæmt skýrslu sem undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO,  hefur birt  þá voru að minnsta kosti 827 blaðamenn drepnir við störf sín á árabilinu frá 2006 til 2015. Þar af voru 115 drepnir í fyrra.   Innan við einn tíundi þessara drápa hafa verið upplýst þrátt fyrir að fjölmörg lönd hafi lýst sig viljug til að berjast með virkum hætti gegn ofbeldi og drápum á blaðamönnum.  Á árunum 2014 og 2015 voru 213 blaðamenn drepnir í Arabaríkjum, 51 var drepinn í Rómönsku Ameríku og í ríkjum Karabíahafsins, 34 í Asíu, 27 í Afríku og 12 í Mið- og Austur-Evrópu.  Næstum helmingur þeirra net-blaðamanna, sem drenir hafa verið á síðustu tveimur árum voru að dekka ástandið í Sýrlandi.

Sjá skýrslu hér

Sjá einnig hér