Evrópa: Aðgegni að upplýsingum ekki í lagi

 Í gær var fyrsti viðurkenndi alþjóðadagur um rétt til upplýsinga og af því tilefni hafa ýmis borgarasamtök sem berjast mannréttindum ásamt samtökum sem starfa á sviði upplýsingamiðlunar – þar á meðal Evrópusamband blaðamanna – viðrað nokkrar áhyggjur af stöðu mála varðandi upplýsingafæði frá stjórnvöldum Evrópuríkja. Þessar áhyggjur tengjast meðal annars litlu gegnsæi í stjórnsýslu sem valdur vantrausti og þar með uppgani populisma í álfunni.  Samkvæmt nýrri athugun á upplýsingafæði í nokkrum löndum í Evrópu þá hafur ástandið skánað en er enn víða mjög bágborið.  Meðal þess sem  bent hefur verið á er að víða er skráning gagna og fundargerða í molum og ekki hægt að finna upplýsingar um hvað  gerðist á mikilvægum fundum eða finna út efnisatriði samskipta við hagsmunaaðila. Fyrir vikið vantar iðulega rökstuðning eða forsendur fyrir ákvörðunartöku.

Sjá meira um málið hér