Fjölbreytni verði eitt af grundvallargildum ESB

Framtíðarráðstefnan er umfangsmikil stofnun og gríðarlega mikilvæg, sem sett var á fót til að endurskoða ýmis grundvallaratriði ESB vegna stækkunarinnar, og þar á meðal að að fara yfir "stjórnarskrá" eða réttindaskrá fyrir borgara ESB.
Sameiginlegur fundur hjá ráðstefnunni hófst einmitt í dag, miðvikudag, og mun hann standa fram eftir vikunni og verður þar rætt um endurskoðun á nokkrum greinum sáttmáladraganna.
Þess má geta að líklegt verður að teljast að ef ákvæði af þessu tagi kæmi inn í réttindaskrá eða stjórnarskrá ESB, þá myndi það hafa veruleg áhrif á stöðu mini fjölmiðla - en í því sambandi má benda á álitsgerðir sem norskir lögfræðingar hafa komist að varðandi viðrðisaukaskatt og stuðning við norsk blöð. Þar er vísað til ákvæða í norsku stjórnarskránni um tjáningarfrelsi (eins konar fjölbreyttni) og bent á að ef stjórnvöld takmarki verulega með efnahagslegum aðgerðum

Í tillögugerð EFJ kemur fram rík áhersla á mikilvægi fjölbreytileika í fjölmiðlun og upplýsingaflæði í álfu sem einkennist af lýðræðislegum gildum og menningarlegum margbreytileika.
"Fjölbreytni er ekki eingöngu nauðsynlegt til þess að lýðræði geti virkað í Evrópu, heldur er hún forsenda þessa að Evrópa geti dafnað bæði menningarlega og efnahagslega," segir Adian White, framkvæmdastjóri Alþjóða blaðamannasambandsins og Evrópusambands blaðamanna. Hann bætir því við að mikilvægi fjölbreytileika og markvissra aðgerða til að tryggja fjölbreytni sé því mikilvægari sem tilhneigingin til samþjöppunar í eignarhaldi fjölmiðla vex, staðlaðir og einsleitir viðskiptahagsmunir sækist eftir að ná athygli fjölmiðlaneytenda og viðskiptaleg hagræðing og þungi hnattvæðingarinnar leiði til aukinnar einhæfni í dagskrárgerð.
Í erindi EFJ er bent á breytingar í eingarhaldi fjölmiðla í Evrópu (sjá einnig frétt um málið í "eldri fréttir") sem beinlínis séu þess eðlis að fjölbreytni sé í hættu. EFJ hefur reyndar áður viðrað óánægju sína með aðgerðarleysi ESB gagnvart samþjöppun eignarhalds í fjölmiðlum, m.a. á sérstakri ráðstefnu um málið í nóvember sl.

Gera má ráð fyrir að ef ákvæði um fjölbreytni fari inn í réttindaskrá eða stjórnarskrá ESB muni það skipta miklu máli fyrir stöðu minni fjölmiðla og fjölmiðla sem standa utan stóru fjölmiðlakeðjanna. Í því sambandi má minna á álit norskra lögfærðinga sem greint var frá hér á síðunni fyrir skömmu (sjá: eldri fréttir, "Norskur blaðadauði?") en þeir bentu á að vegna sérstakra ákvæða í norskri stjórnarskrá um tjáningarfrelsi (eins konar fjölbreytni) þá gæti það verið stjórnarskrárbort ef stjórnvöld breyttu efnahagslegum forsendum fjölmiðla verulega með tilteknum aðgerðum. Þeirra niðurstaða var að hækkun virðisaukaskatta á norskum blöðum kynni að vera stjórnarskrárbrot af þessum sökum.