Nýkjörinn formaður Blaðamannafélagsins

Ávarp til félaga frá Róberti arshall, nýkjörnum formanni Blaðamannafélags Íslands:

Kraftmikið Blaðamannafélag

Ný stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur nú störf eftir aðalfund þar sem kosið var á milli formannsefna. Það er von mín og trú að engin sárindi séu eftir þann fund enda eðlilegt, og í raun hraustleikamerki, að tekist sé á um forystu félagsins. Ég bauð mig fram til formanns vegna þess að mig langar að sjá kraftmeira Blaðamannafélag; það sé í senn öflugt stéttarfélag á vettvangi kjarabaráttu og lifandi samstarfsvettvangur blaðamannastéttarinnar. Hvað síðara atriðið varðar hef ég ekki verið sáttur. Það er mín sannfæring að þeim mun öflugra sem starf félagsins er, þeim mun meiri sé samtakamáttur þess og það skilar sér útí kjarabaráttuna.

Íslenskir blaðamenn hafa síðustu misseri og ár staðið í eldlínu þjóðfélagsumræðunnar og fjallað um þau mál, sem upp hafa komið af sanngirni og hlutleysi, af fagmennsku. Fyrir ekki svo ýkja löngu var helsta umræðuefnið í íslenskri blaðamannastétt hvort hér væri meira og minna stunduð svokölluð kranablaðamennska. En ef gripið er af handahófi niður í nýleg fréttamál og litið til frammistöðu Þóru Kristínar í Árnamálinu, Reynis Traustasonar einnig í Árnamálinu og í Landsímamálinu, Agnesar og bankagreina hennar, Kristjáns ás Unnarssonar og skattafrétta hans, þá bregður nýrra við. Engum myndi detta í hug að kalla þetta kranablaðamennsku. Þetta er gagnrýnin og óvægin fréttamennska þar sem augu almennings eru opnuð og honum sýnt hvað að baki býr. Þetta er fréttaflutningur sem fangar staðreyndir málsins svipað og ljósmynd Júlíusar igurjónssonar sem nýlega var valin fréttamynd ársins og sagði svo mikið meira en tíu þúsund orð um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að meina Falun Gong að koma til landsins. vona á að gera þetta.

En vegsemdinni fylgir vandi. Okkar stétt hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnu. Gagnrýni sem er ekki efnisleg heldur lýtur að eignarhaldi fjölmiðla, sambandi fjölmiðlamanna við stjórnmálaflokka og viðskiptablokkir. Hún er ekki efnislega að því leytinu til að hún beinist ekki að efnistökum við vinnslu einstakra frétta og vinnubrögðum heldur miklu fremur er því haldið fram að annarleg sjónarmið hafi ráðið gerð fréttanna. eð slíkri gagnrýni er beinlínis verið að bera á blaðamenn að þeir séu óheiðarlegir. Að þeir skilji ekki á milli eigin skoðana og hagsmuna við skrif sín. Þetta er óþolandi og ólíðandi. Ekki eingöngu vegna þess að þetta er ósanngjarnt og rangt heldur vegna þess að með þessu er vegið að starfsheiðri og trúverðugleika stéttarinnar. Ef fréttum okkar er ekki trúað þá eru þær til lítils. Félag blaðamanna á Íslandi mun því ekki sitja þegandi undir slíkum ásökunum.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekkert sérlega klókt af mér að gefa út kosningaloforð eftir að búið er að kjósa mig. Einu vil ég þó lofa: komum þessum fagverðlaunum sem við höfum verið að tala um svo lengi í verk á þessu starfsári. ig langar að endingu þakka Hjálmari Jónssyni, fráfarandi formanni, hans störf í þágu félagsins, og greina frá því að ég hef óskað eftir starfskröftum hans áfram. Hann mun því áfram sinna starfi framkvæmdastjóra félagsins að hluta eins og verið hefur. Einnig vil ég þakka Guðrúnu Helgu igurðardóttur hennar störf í þágu félagsins. Þau hafa verið mikil og óeigingjörn og við eigum vonandi eftir að njóta reynslu hennar aftur innan félagsins í framtíðinni.

Baráttukveðjur,

Róbert arshall formaður BÍ