70% sjónvarpsáhorfenda skiptir um rás stundum, oft eða mjög oft

Guðbjörg Hildur Kolbeins kynnti þessar niðurstöður í erindi á ráðstefnunni.
Samkvæmt könnuninni skipta um 45% sjónvarpsáhorfenda um rás mjög oft eða oft til að forðast auglýsingar og er þetta hlutfall jafnvel enn hærra í markhópi auglýsenda, sem Guðbjörg segir vera fólk á aldrinum 18-48 ára, en nær helmingur þátttakenda á þessum aldri sögðust skipta um rás oft eða mjög oft í þessu skyni.

Rannsókn fjölmiðlafræðinemanna byggir á hentiúrtaki 452 einstaklinga, sem takmarkar nokkuð almennt gildi rannsóknarinnar, en varast ber að rugla saman slembiútaki eða tilviljunarúrtaki og hentiúrtaki. Úrtakið sem fékkst var nokkuð ungt, en engu að síður ætti könnunin að gefa talsverða vísbendingu um hver staðan er í þessum málum.

Auk rásarflakksins var kannað viðhorf fólks til auglýsinga í sjónvarpi og kom í ljós að um þriðjungi útaksins var beinlínisílla við auglýsingar. Rúmlega helmingur karlamanna og um 60% kvenna telja að of mikið sé af auglýsingum í sjónvarpinu.

Í erindi sínu segir Guðbjörg hildur m.a. í samantekt sinni:

"Borgar það sig að auglýsa í sjónvarpi? Ef marka má þá fjárhæð, tæplega þrjá milljarða, sem auglýsendur eru tilbúnier til að borga fyrir að auglýsa í sjónvarpi atelja þeir svo vera. Þær rannsóknarniðurstöur sem hér hefur verið fjallað um benda þá sterklega til að margir áhorfendur reyni að forðast sjónvarpsauglýsingar, meðal annars með því að nota auglýsingatímann til að gera eitthvað annað. Helmingur áhorfenda skiptir um sjónvarpsrás þegar auglýsingar byrja og aðrir lækka hljóðið í sjónvarpstækinu meðan á augýsingatímanum stendur. Einnig er nokkuð ljóst að meirihluti sjónvarpsáhorfenda telur orðið of mikið af auglýsingum í sjónvarpi. Kannv vel að vera að þessi skoðunáhorfenda hafi áhrif á hversu illa sumum þeirra er við sjónvarpsauglýsingar og að einnig hafi hún áhrif á þörf áhorfenda fyrir að forðast auglýsingar."

Erindi Guðbjargar er hægt að fá í bók sem gefin var út með erindum af ráðstefnunni af Háskóla Íslands.