Minna á fangelsun blaðamanna

ifjeuropeEvrópusamband blaðamanna (EFJ) samþykkti á ársfundi sínum í Bergamo um síðustu helgi ályktun er varðar fangelsun blaðamanna. Sérstaklega var mótmælt hinu óvenjulegaástandi sem ríkir í Tyrklandi.
EFJ kaus á aðalfundi sínum að minnast sérstaklega þriggja sænskra blaðamanna sem eru nú í haldi í Eþíópíu.

Þessir blaðamenn eru: Dawit Isaak sem er af eþíópískum ættum en starfað fyrir sænska fjölmiðla. Hann hefur verið í fangelsi í Eritreíu í 11 ár án þess að um hans mál hafi verið réttað. Bæði Alþjóðasamband blaðamanna og EFJ berjast fyrir því að honum verði sleppt enda hefur heilsu hans hrakað mjög í fengelsinu.

Þá eru þeir Johan Persson og Martin Schibbye í haldi í Eþíópíu. Þeir eru báðir sjálfstætt starfandi blaðamenn og ljósmyndarar. Þeir hafa verið sakaðir um að koma ólöglega inn í landiðog styðja hryðjuverkahópa. Fyrir það voru þeir dæmdir í 11 ára fangelsi á síðasta vetri.

Aðalfundur EFJ krefst þess að þeir verið frelsaðir þar sem þeir hafi einugis verið að sinna störfum sínum sem blaðamenn.