Bætur á grunni ákvæðis sem fallið er úr gildi

hamarJón Bjarki Magnússon blaðamaður var í gær dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar vegna ummæla sem hann hafði eftir nafngreindu fólki í frétt í DV, fólki sem jafnframt staðfestir að ummælin hafi verið höfð rétt eftir sér. Málið tengist forsjárdeilumáli. Hæstiréttur lækkar þó um helming upphæð miskabótanna, í 250.000 kr. og fellir niður málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómurinn er að öðru leyti staðfesting á dómi héraðsdóms og byggir á höfundarákvæðum prentlaga frá 1956 en þessum ákvæðum hefur verið breytt með nýju fjölmiðlalögunum. Hæstiréttur telur hins vegar að dæma beri í svona tilfellum eftir gömlu lögunum þrátt fyrir ákvæði um af refsingu eigi ekki að gera fólki ef lögum hefur breytt þannig að gjörningur verði refsilaus. Þetta er vegna þess að greiðsla miskabóta og ómerking ummæla eru ekki „refsing“ í skilningi laga.
Sjá dóminn hér