Spegill endurskipulagður

Arnar Páll Hauksson, nýr umsjónarmaður Spegilsins
Arnar Páll Hauksson, nýr umsjónarmaður Spegilsins

Frá og með deginum í dag verða breytingar á Speglinum og kvöldfréttum. Fréttir og Spegillinn verða sameinuð í einn frétta- og fréttaskýringaþátt. Útsendingin hefst klukkan sex og stendur í tæpar 50 mínútur. Ritstjóri nýja Spegilsins er Arnar Páll Hauksson. Aðrir umsjónarmenn eru Gunnar Gunnarsson, Jón Guðni Kristjánsson og Kári Gylfason. Fréttamennirnir Anna Krístín Jónsdóttir, Áslaug Guðrúnardóttir og Pálmi Jónasson starfa einnig við þáttinn. Þá starfa þau Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum og Sveinn Helgason í Bandaríkjunum fyrir Spegilinn. Af öðrum pistlahöfundum má nefna Arthúr Björgvin Bollason í Þýskalandi, Gísla Kristjánsson í Noregi, Kristin R Ólafsson og Kristínu Jónsdóttur í París.