Ljósmyndakeppni fyrir atvinnumenn

Fréttamynd ársins og Mynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár. Myndina tók Daníel R…
Fréttamynd ársins og Mynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár. Myndina tók Daníel Rúnarsson.

Ljósmyndurum gefst nú tækifæri til að taka þátt í Ljósmyndasamkeppni Canon & Nýherja í samstarfi við Blaðaljósmyndarafélag Íslands, Ljósmyndarafélag Íslands og Félag íslenskra samtímaljósmyndara.

Um er að ræða ljósmyndasamkeppni fyrir atvinnuljósmyndara þar sem keppt verður í alls fimm flokkum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir bestu ljósmyndina úr öllum flokkunum. Þátttökurétt hafa félagsmenn í fyrrgreindum félögum auk annarra starfandi atvinnuljósmyndara.

Myndir verða að hafa verið teknar á tímabilinu 6. ágúst 2011 – 19. október 2012 og verða bestu myndirnar valdar inn á sýningu sem stefnt er á að halda í lok nóvember.

Í verðlaun fyrir sigurvegara í hverjum flokki er Canon EF 40mm f/2.8 STM linsa. Auk þess fær sigurvegarinn fyrir Bestu myndina inneign í Verslun Nýherja að upphæð 80.000 kr.

Flokkarnir eru eftirfarandi:

Hreyfing & hraði
Fangaðu augnablikið, hvort sem er á sviði íþrótta, náttúrulífs og alls þess þar sem hreyfing og hraði kemur fyrir.

Portrett
Sýndu eðli manna, dýra og hluta.

Landslag
Staður, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli.

Iðnaðar- og auglýsingamyndir
Ljósmynd sem sýnir framsetningu, framleiðslu, vörur og þjónustu í víðum skilningi.

Opinn flokkur
Allt annað sem dómnefnd dettur ekki í hug.

Besta myndin

Reglur eru eftirfarandi:

· Þátttökurétt hafa félagsmenn í fyrrgreindum félögum auk annarra starfandi atvinnuljósmyndara.

· Ljósmyndin þarf að vera tekin frá 6. ágúst 2011 – 19. október 2012.

· Hver ljósmyndari má senda inn að hámarki 10 ljósmyndir. Seríur mega innihalda að hámarki átta ljósmyndir og reiknast serían sem ein mynd.

· Skila þarf inn ljósmynd í fullri upplausn (JPEG 8 í 300dpi) á netfangið canon@nyherji.is fyrir lok 19. október 2012.

· Heimilt er að vinna myndir í tölvu en meiriháttar breytingar eru ekki heimiliðar. Dómnefnd áskilur sér rétt til að meta það hverju sinni. Óskað er eftir upplýsingum um vinnuferli ljósmyndar í slíkum tilfellum. HDR ljósmyndir eru leyfðar.

· Ljósmyndari skal senda inn stuttan texta um sig og sína ljósmyndun sem og um hverja
mynd sem hann/hún sendir í keppnina.

· Canon og Nýherji áskilja sér rétt til að birta myndir úr keppninni, í tengslum við hana og á sýningu í tengslum við keppnina.

Dómnefnd skipa Hallgerður Hallgrímsdóttir, ljósmyndari og fulltrúi FÍSL, Mats Wibe Lund, ljósmyndari og fulltrúi Ljósmyndarafélags Íslands, og Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari og fulltrúi Blaðaljósmyndarafélags
Íslands. Starfsmaður dómnefndar er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon neytendavara hjá Nýherja.