VG styrkir íþróttaumfjöllun til að ná enn betur til yngra fólks

Dagblaðið VG í Noregi er og hefur undanfarin misseri verið eitt öflugasta blaðið þar í landi og þykir raunar til fyrirmyndar hvað varðar fjölbreytileika og notkun á ólíkum miðlunargáttum, en auk prentútgáfu er VG með vefsíðu og öflugt  vefsjónvarp sem hugmyndir eru um að setja inn á stafræna dreifikerfið.  VG hefur  ekki hvað síst vakið athygli fyrir að haf náð til unga fólksins sm annars les ekki mikið dagblöð, og segja talsmenn blaðsins að það megi m.a. rekja til þess hversu hátt íþróttum er gert undir höfði í blaðinu og hvernig ritstjórnin nálgast þann málaflokk. Árið 2005 hóf göngu sína sérstakur íþróttakálfur með blaðinu sem kom á bleikum pappír en síðan þá hefur ekki verið mikið um breytingar á þessum hluta blaðsins. Nú stendur hins vegar til að auka áhersluna á íþróttir og gera á íþróttablaðinu umtalsvreðar breytingar sem íþróttaritstjórinn Trond Johannessen kallar raunar „andlitsliftingu“. Hugmyndin er  að ná enn betur til yngri lesendahópa og styrkja stöðu útgáfunnar. Íþróttablaðið mun í framtíðinni verða sjálfstæðara og virka meira sem ein heild, en þrátt fyrirútlitsbreytingar á það þó áfram að vera hluti af og falla inni í heild VG útgáfunnar.

Sjá einnig hér