Fréttir

Norskir blaðamenn telja niðurskurð bitna á gæðum

Norskir blaðamenn telja niðurskurð bitna á gæðum

Mikill meirihluti blaðamanna (tæp 89%) sem vinna á þeim fjórum landsdekkandi blöðum í Noregi sem útgáfufyrirtækið Schibsted á og rekur, telja að sparnaðaraðgerðir sem fyrirtækið hefur gripið til muni koma illa við gæði blaðamennsku á viðkomandi miðlum. Norski Blaðamaðurinn gerði könnun á viðhorfum rúmlega 600 blaðamanna á Schibsted blöðunum Aftenposten, Bergens Tidende, Stavanger Aftenblad og Fædrelandsvennen til sparnaðaraðgerðanna og útfærslu þeirra og kom fram nokkur munum á viðhorfum blaðamanna eftir blöðum, en almennt voru blaðamenn ósáttir við hvernig að sparnaðinum var staðið og margir hafa litla tiltrú á framtíðarrekstri blaða sinni, þó vissulega séu líka margir þokkalega bjartsýnir. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar
Lesa meira
Assangeflytur ávarp sitt á svölum sendiráðsins

WikiLeaks hyggst birta um milljón skjöl 2013

WikiLeaks mun birta um eina milljón skjala á komandi ári og munu þessi skjöl snerta öll lönd í heiminum, samkvæmt því sem Julian Assange sagði í jólaræðu sem hann hélt á svölum sendiráðs Ecuador í London í rétt fyrir jól. Ræðan var haldin í tilefni af því að halft ár er liðið frá því að hann leitaði hælis í sendiráðinu til að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hans bíða ákærur vegna kynferðisglæpa. Assange sagði um 100 fagnandi stuðningsmönnum að þrátt fyrir að hann hafi verið nánast hálft árið 2012 í stofufangelsi, þá hafi þetta verið “stórt ár” þar sem leyndarhjúp hafi verið aflétt af fjölmörgum málum á WikiLeaks m.a. sem snertu Sýrland og fleiri lönd. “Á næsta ári verður annríkið ekki minna. WikiLeaks hefur nú þegar meira en eina milljón skjala sem verið er að undirbúa til birtingar, skjöl sem snerta sérhvert land í heiminum – öll lönd í þessum heimi,” sagði Assange undir fagnaarlátum stuðningsmanna. Sjá meira hér
Lesa meira
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Press.is óskar blaðamönnum um land allt og öðrum lesendum gleðilegrar jólahátíðar!
Lesa meira

114 fjölmiðlar skráðir

Samkvæmt samantekt Fjölmiðlanefndar eru skráðir 114 fjölmiðlar hér á landi. 45 fjölmiðlar hafa almennt leyfi til hljóð- og myndmiðlunar.Samkvæmt skilgreiningu Fjölmiðlanefndar er fjölmiðill hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar. Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með öllum leyfisskyldum og skráningarskyldum fjölmiðlum á Íslandi. Öllum sem hyggjast starfrækja leyfisskyldan fjölmiðil ber að sækja um leyfi hjá fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar sem falla undir gildissvið fjölmiðlalaga nr. 38/2011 eru annað hvort leyfisskyldir eða skráningarskyldir. Hljóð- og myndmiðlar sem þurfa tíðni frá Póst- og fjarskiptastofnun (hljóðvarp og sjónvarp) þurfa því að sækja um leyfi til útsendinga. Aðrir, s.s. prentmiðlar og netmiðlar eru skráningarskyldir.Allar tilkynningar um breytingar á starfsemi fjölmiðils skal senda til fjölmiðlanefndar.Í nýlegu svari Fjölmiðlanefndar kemur fram að síðan nefndin tók til starfa fyrir 15 mánuðum hefur hún lokið 277 málum en nefndin hefur alls haft 355 mál til umfjöllunar. Svarið til DV var veitt 15. nóvember síðastliðin.
Lesa meira
Stjórnmál og stjórnsýsla komið út

Stjórnmál og stjórnsýsla komið út

Út er komið á vefnum 2. tbl. áttunda árgangs 2012 vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla: http://www.stjornmalogstjornsysla.is/ ??Í ritinu eru 19 greinar, þar af sautján ritrýndar greinar og tvær greinar almenns eðlis auk 9 bókadóma. Greinarnar eru ugglaust margar áhugaverðar fyrir blaðamenn, en þær eru aðgengilegar á vef tímaritsins, en beinir tenglar á greinarnar fylgja hér fyrir neðan. Greinarnar eru eftir fræðimenn við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst auk fræðimanna í tveimur erlendum háskólum og úr stjórnsýslunni.  ??Stjórnmál og stjórnsýsla-vefrit- 2. tbl. 8. árgangur 2012: ?   Fræðigreinar í 2. tbl. 2012  og tengill á útdrætti:  ?1.   The left-right dimension in the minds of Icelandic voters. Hulda Þórisdóttir, lektor HÍ.   2.   Hvað voru kjósendur að hugsa.? Forsetakosningarnar 2012.  Gunnar Helgi Kristinsson prófessor HÍ, Indriði H. Indriðason associate professor, University of California,  Viktor Orri Valgarðsson meistaranemi HÍ. 3.   F-word or Blueprint for Institutional Reform? European Integration and the Continued Relevance of Federalism. Maximilian Conrad, lektor HÍ and Freyja Steingrímsdóttir BA. 4.   Akademískt frelsi. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor HA. 5.  Samfélagslegt hlutverk háskóla.Trausti Þorsteinsson lektor, Sigurður Kristinsson prófessor og  Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá RHA. 6.  Staða og þróun rafrænnar stjórnsýsluStaða og þróun rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi skv. alþjóðlegum mælingum. Dr. Haukur Arnþórsson og Ómar H Kristmundsson prófessor HÍ.   7.  Umræðuvettvangur íslenskra dagblaða með hliðsjón af greiningarramma Colin Sparks.Birgir Guðmundsson, dósent HA.         8.  Þekkingarmiðlun í stjórnsýslu sveitarfélaga. Hildur Ösp Gylfadóttir MS og Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor HÍ. 9.  The Icelandic media’s coverageof the constitutional assembly elecions.  Guðbjörg Hildur Kolbeins, dr í fjölmiðlafræði.   10.  Áhrif niðurskurðar á starfshvata og innbyrðis þekkingarmiðlun heilsugæsluhjúkrunarfræðinga        Emilía Jarþrúður Einarsdóttir meistaranemi, Ingi Rúnar Eðvarðsson,  prófessor HÍ og Sigríður Halldórsdóttir prófessor HA.   11.        Faroe Islands‘  Security Policy in a process of Devolution. Beinta frá Jákupsstovu, associate professor Molde University College og Regin Berg . 12.  Efling sveitarstjórnarstigsins.  Áherslur, hugmyndir og aðgerðir. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor HA. 13.  Er álið málið? Samfélagsbreytingar og atvinnumöguleikar kvenna á Austurlandi. Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir  MA og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor HÍ.   14. Will you still need me, will you still feed me? Old-age pensions in Iceland from a gender perspective Steinunn Rögnvaldsdóttir, MA and Gyða Margrét Pétursdóttir, aðjúnkt HÍ.   15. Towards a Better Understanding of Climate Change Negotiations. Bryndís Arndal Woods doktorsnemi, Daði Már Kristófersson dósent HÍ, Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt HÍ.   16. Skipulag íslenskra fyrirtækja 2004-2007. Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst og Runólfur Smári Steinþórsson prófessor HÍ. 17.  Vulnerability of pension funds balances. Ólafur Ísleifsson, lektor HR. Almennar greinar ? ?1.  Ráðskast með stjórnarskrá  Gunnar Helgi Kristinsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ 2.  Jöfnuður á Íslandi 1991-2007. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Stjórnmálafræðideild H Bókadómar Hér er tengill á útdrætti bókadóma
Lesa meira
Kokkvold, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs

Kokkvold kærir blöð fyrir auglýsingar í umfjöllun

Per Edgar Kokkvold, framkvæmdastjóri norska Blaðamannafélagsins hefur kært tvö dagblöð fyrir brot á ákvæðum siðareglna um auglýsingar í ritstjórnarumföllun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem slík kæra kemur fram frá Kokkvold, en hann hefur 15 sinnum lagt fram slíka kæru frá því hann varð framkvæmdastjóri félagsins árið 1996.  Þessar kærur vekja jafnan mikla athygli vegna þess hver það er sem hefur forgöngu um kæruna. Kokkvold hefur hins vegar stuðning hóps sem fylgist með auglýsingum í umfjöllunum fjölmiðla. Í báðum tilvikum er að ræða ferðakálfa með blöðum, annars vegar Tønsbergs Blad og  hins vegar Sandefjords Blad. Á forsíðum blaðanna var tilvísun á lúxusferðir og þegar greinarnar sjálfar voru skoðaðar þá kemur í ljós, ef marka má kæruna, að greinarnar höfði "jafnt hvað varðar framsetningu, myndir og innihald, öll einkenni auglýsinga.” Sjá einnig hér
Lesa meira
Blaðamaður leitar skjóls í loftárás í Sýrlandi

Drápum á blaðamönnum fjölgar um 42% milli ára

 Blaðamönnum sem drepnir voru við störf sín á árinu 2012 fjölgaði um 42% frá því í fyrra. Nú um miðjan desember höfðu 67 blaðamenn fallið við vinnu sína og því stefnir í að árið verði eitt það versta hvað þetta varðar frá því að “Committee to Protect Journalists", CPJ, hóf reglulega skráningu á þessu árið 1992. Stærstu orsakavaldarnir í þessari aukningu eru stríðið í Sýrlandi, óvenju miklar róstur í Sómalíu, og ískyggilegur vöxtur ofbeldis í Brasilíu. Versta árið hvað mannfall úr röðum blaðamanna varðar var árið 2009 þegar 74 einstaklingar voru drepnir, og þar af var nærri helmingurinn drepinn í fjöldamorði á Filipseyjum í Maguindanao héraði. Til viðbótar þessum 67 drápum sem staðfest eru að hafi verið vinnutengd er CPJ nú að kanna 60 dauðsföll til viðbótar til að fá úr því skorið hvort einhver þeirra hafi verið vinnutengd. Því má búast við að tala fallinna blaðamanna á árinu 2012 eigi enn eftir að hækka. Sjá meira hér
Lesa meira
Að finna fyrir lífinu - Átök milli dauðleikans og ódauðleikans í ljósmyndum
Tilkynning

Að finna fyrir lífinu - Átök milli dauðleikans og ódauðleikans í ljósmyndum

Fimmtudaginn 20. desember kl. 12:05 verður Sigrún Sigurðardóttir ljósmyndafræðingur með fyrirlestur á vegum FÍSL, Félags íslenskra samtímaljósmyndara, í Þjóðminjasafni Íslands. Yfirskrift fyrirlestrarins er: „Að finna fyrir lífinu. Átök milli dauðleikans og ódauðleikans í ljósmyndum.” Bandaríski menningarfræðingurinn Susan Sontag sagði eitt sinn að allar myndir væru í vissum skilningi það sem kalla mætti memento mori eða áminning um dauðleika, hvort sem það er dauðleiki augnabliksins eða dauðleiki manneskjunnar. Ljósmyndin tengir saman lífið, dauðann og ódauðleikann. Hún skapar minningar, viðheldur minningum og býr til nýjar. Í fyrirlestrinum skoðar Sigrún hvernig ólíkir ljósmyndarar hafa tekist á við þessi viðfangsefni og verður sjónum beint sérstaklega að verkum íslenskra samtímaljósmyndara. Útgangspunkturinn er ekki aðeins dauðinn sjálfur heldur ekki síður hvernig dauðinn kallar stöðugt á andstæðu sína, lífið sjálft, og lætur okkur þannig finna fyrir og vera meðvituð um lífið hér og nú. Fyrirlesturinn verður brotinn upp með pallborðsumræðum við þau Báru Kristinsdóttur, Einar Fal Ingólfsson og Grétu S. Guðjónsdóttur sem öll hafa tekist á við ástvinamissi, minningar og sorgarúrvinnslu í ljósmyndum sínum. Áhorfendum gefst auk þess tækifæri til að taka þátt í umræðum.  Frekari upplýsingar í fisl@fisl.is eða hjá Pétri Thomsen í síma 899-801
Lesa meira
John Cusack er í stjórn hinna nýju samtaka.

Vilja aðstoða fjármögnun samtaka sem stuðla að gegnsæi

Hópur fólks sem berst fyrir auknu gegnsæi í stjórnsýslu hefur stofnað samtökin, “Freedom of the Press Foundation”, en þetta eru samtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og eiga að vera milliliður eða “stuðari” fyrir fjárframlög til samtaka eins og WikiLeaks. Hugmyndin er að skilja fjáröflunarstarf slíkra samtaka frá hugsanlegum utanaðkomandi pólitískum og efnahagslegum þrýstingi. Eins og kunnugt er neituðu kortafyrirtæki að afgeiða framlög til Wikileaks í desember árið 2010 og var þá talað um að það væri vegna pólitísks þrýstings frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Samtökin hafa þegar sett upp vefsíðu sem á að verða virk næstkomandi sunnudag. Meðal stjórnarmanna í hinum nýju samtökum eru Daniel Ellsberg, sem ljóstraði upp um hin svokölluðu Pentagon skjöl; Glenn Greenwald, blaðamaður sem skrifar um mannréttindamál í Guardian; John Perry Barlow, einn af stofnendum “Electronic Frontier Foundation”; Xeni Jardin sem starfar við vefsíðuna Boing Boing og leikarinn John Cusack sem hefur verið virkur í baráttu gegn leyndarhyggju stjórnvalda. Sjá meira hér  
Lesa meira

Vilja yfirráð yfir ljósmyndasafni Tímans

Tíu fyrrverandi ljósmyndarar Tímans hafa ákveðið að stefna Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði. Tilefnið er varsla Þjóðminjasafnsins á ljósmyndasafni Tímans. Ljósmyndararnir telja að safnið hafi borist í hendur Þjóðmynjasafnsins með ólögmætum hætti, þar eigi sér stað ólögmæt not á safninu og þeir hafi verið sviftir umráða- og höfundarrétti sínum. Málavextir eru þeir að á 10. áratug síðustu aldar var samið við fyrirtækið Frjálsa fjölmiðlun ehf. um útgáfu á Tímanum og var það félag því síðasti vörsluhafi filmu- og myndasafnsins. Bú Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 2. júlí 2002 og var Sigurður Gizurarson hrl. skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Á þeim tíma var filmu- og myndasafn Tímans, sem um er deilt í máli þessu, geymt í herbergi að Þverholti 11. Þar sem félagið var orðið gjaldþrota falaðist Inga Lára Baldvinsdóttir, starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands, eftir ljósmyndasafninu sbr. bréf hennar til Sigurðar Gizurarsonar dags. 24. nóvember 2003. Á síðari hluta árs 2003 afhenti Sigurður Gizurarson Þjóðminjasafni Íslands safnið sbr. bréf lögmanns stefnenda dags. 21. apríl 2004 og bréf Sigurðar Gizurarsonar dags. 27. apríl 2004. Stefnendur voru afar ósáttir við þessa ráðstöfun enda töldu þeir Sigurð enga heimild hafa til slíkrar ráðstöfunar og kusu frekar að safnið yrði varðveitt annars staðar, þ.e. hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í kjölfarið óskaði lögmaður stefnenda eftir viðræðum um málið við Þjóðminjasafn Íslands. Þrátt fyrir bréfaskrif og viðræður hefur ekki náðst samkomulag og því telja ljósmyndararnir 10 sig ekki eiga annars kosta en að stefna framangreindum aðilum til að fá safnið afhent. Vilji ljósmyndarana stendur til að koma safninu fyrir hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þess ber að geta að Þjóðminjasafn Íslands hefur afhent óviðkomandi ljósmyndir úr umræddu ljósmyndasafni til notkunar án samþykkis stefnenda enda liggur enginn samningur fyrir á milli stefndu og stefnenda um nýtingu. Það er Blaðamannafélag Íslands sem rekur málið fyrir hönd ljósmyndaranna. Sigurður Már Jónsson
Lesa meira