EFJ lýsir eftir félagslegri ábyrgð útgefenda í Þýskalandi

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur lýst yfir stuðningi við samtök þýskra blaðamanna í kalli þeirra eftir félagslega ábyrgri afstöðu útgefenda vegna niðurlagningar Financial Times í Þýskalandi og gjaldþrots Frankfurter Rundschau.

„Allt í allt hafa um 800 blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn misst vinnuna og fjölmargir lausamenn tapað verkefnum í Þýskalandi að undanförnu.  Ví tökum við undir með aðildarfélögum okkar í Þýskalandi og skorum á viðkomandi fjölmiðlafyrirtæki að leitast við að bjóða þeim sem missa vinnu önnur störf við hæfi hjá öðrum fjölmiðlum þessara fyrirtækja,“ segir Arne König, formaður EFJ. „Sem betur fer er fjölmiðlamarkaðurinn í Þýskalandi enn sterkur og fjölbreyttur, en það er hins vegar mikilvægt að allir þeir sem koma að og hafa hagsmuna að gæta í fjölmiðlum í Evrópu komi saman og ræði hvernig hægt sé að tryggja ábyrga og vandaða fjölmiðlun á öllum sviðum,“ segir hann enn fremur.

Frankfurter Rundschau, sem verið hefur eitt af helstu dagblööðum í Þýskalandi fór fram á gjaldþrotaskipti um miðjan mánuðinn og þar tapast um 500 störf.  Financial Times í Þýskalandi mun hætta að koma út þann 7. desember en þar starfa nú um 300 manns.

Sjá einnig hér