Eins konar "IBAN" kerfi fyrir fjölmiðlaefni

Athyglisvert fjölmiðlaverkefni sem miðar að því að gera ritstjórnarefni og annars konar höfundaréttarvarið efni sem aðgengilegast hinum ýmsu fjölmiðlagáttum á löglegan hátt með því að búa til alþjóðlegt rafrænt miðlunarkerfi er í vinnslu. Stefnt er að því að taka kerfið í gang í byrjun næsta árs. Kerfið á að virka fyrir allar tegundir fjölmiðlaefnis, greinar, hljóðupptökur, tónlist, myndir og myndbönd og hefur fengið nafnið Linked Content Coalition (LCC), sem gæti útlagst sem Samtengda efnis samsteypan eða eitthvað slíkt.  Hugmyndin er að ná fram svipuðu kerfi og banka- og fjármálakerfið hefur í hinu svokallaða “IBAN”. Með því geta bankar átt samskipti og viðskipti um allan heim þrátt fyrir að hver banki og hvert land um sig hafi sitt eigið sjálfstæða samskiptakerfi. Sérhver geiri í efnisframleiðslu hefur sitt eigið kerfi til að halda utan um höfundarrétt og birtingar en með þessu LCC kerfi er vonast til að unnt verði að búa til regnhlíf sem ná muni til allra.

Þetta kerfi þykir lofa góðu um að hægt verði að koma meiri reglu og festu á þessa hluti en verið hefur og verkefnið m.a. stutt af Framkvæmdastjórn ESB og ýmis Evrópuríki eru áhugasöm um það.

Sjá nánar hér