Kokkvold kærir blöð fyrir auglýsingar í umfjöllun

Kokkvold, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs
Kokkvold, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs

Per Edgar Kokkvold, framkvæmdastjóri norska Blaðamannafélagsins hefur kært tvö dagblöð fyrir brot á ákvæðum siðareglna um auglýsingar í ritstjórnarumföllun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem slík kæra kemur fram frá Kokkvold, en hann hefur 15 sinnum lagt fram slíka kæru frá því hann varð framkvæmdastjóri félagsins árið 1996.  Þessar kærur vekja jafnan mikla athygli vegna þess hver það er sem hefur forgöngu um kæruna. Kokkvold hefur hins vegar stuðning hóps sem fylgist með auglýsingum í umfjöllunum fjölmiðla.

Í báðum tilvikum er að ræða ferðakálfa með blöðum, annars vegar Tønsbergs Blad og  hins vegar Sandefjords Blad. Á forsíðum blaðanna var tilvísun á lúxusferðir og þegar greinarnar sjálfar voru skoðaðar þá kemur í ljós, ef marka má kæruna, að greinarnar höfði "jafnt hvað varðar framsetningu, myndir og innihald, öll einkenni auglýsinga.”

Sjá einnig hér