Washington Post: Bloggarar eða blaðamenn? Það er spurningin!

Jim Inhofe öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum vitnaði í bloggarann Jennifer Rubin á Washington Post, þegar hann sat fyrir svörum í tengslum við tilnefningu Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra sl. fimmtudag. Inhofe vísaði til bloggarans Jennifer Rubin sem „blaðamanns á Washington Post“ og í kjölfarið hefur brotist fram í opinbera umræðu – á Twitter - átakamál sem lengi hefur kraumað innan ritstjórnar Washington Post. Skömmu eftir að umrædda tilvísun í Jennifer Rubin, setti Rajiv Chandrasekaran, blaðamaður á Washington Post, inn færslu þar sem hann sagði að Rubin „væri EKKI blaðamaður á Washington Post“. Með því var opinberuð umræða sem hefur skipt starfsmönnum Washington Post í tvær fylkingar undanfarin ár: Washington Post sem kom seint á netið og berst við að halda stöðu sinni á fjölmiðlamarkaði sem yfirburðamiðlill ,tók upp á því að fá þekkta bloggara til að skrifa fyrir sig, bloggara sem oft eru með sterkar skoðanir og draga taum ákveðinna pólitískra afla. Þetta hefur hins vegar farið í fólk á fréttadeildinni, sem segir að þessi skoðanaskrif með óljósum mörkum gagnvart öðru efni hafi gengisfellt stöðu blaðsins sem hlutlægs, sanngjarns og óháðs miðils.

Sjá meira hér