Nýtt starfsár EFJ í Brennidepli

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur í nýju fréttabréfi kynnt helstu áherslur sýnar fyrir árið 2013 og setur þrjú málefni í brennidepil. Þau þrjú mál sem munu verða í forgrunni baráttu sambandsins í ár eru þessi:

Barátta fyrir frelsun fangelsaðra blaðamanna í Tyrklandi.

Barátta fyrir sanngjörnum samningum fyrir blaðamenn í Evrópu.

Þáttaka í átaki fjölmargra stofnana og félagasamtaka fyrir fjölbreytni fjölmiðla í Evrópu.

Evrópusambandi hefur með skiulagsbeytingum á Alþjóðasambandi blaðamanna fengið meira sjálfstæði frá móðursamtökunum og í dagskrá og stefnumörkun fyrir aðalfund EFJ í maí sem haldinn verðu í Verviers í Belgíu tekur mið af því. Einn liður í þessum breytingum er útgáfa fréttabréfsins Brennidepils þar sem ofangreinar áherslur eru settar fram, en fréttabréfið mun koma út á um tveggja vikna fresti.

Sjá fréttabréfið Brennidepil