Dómur gegn DV gerir hutakið "opinber persóna" að lykilatriði

Héraðsdómur Reykjavíkur gerir  spurninguna um hver sé „opinber persóna“ að mikilvægu atriði í dómi sem féll í gær.  „Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað DV í meiðyrðamáli Stefáns Einars Stefánssonar fyrrum formanns VR. Stefán Einar stefndi DV fyrir 15 ummæli sem birtust í blaðinu vegna ráðningar Söru Lindar Guðbergsdóttur, sem þá var laganemi, í yfirmannsstarf hjá VR,“ segir í frétt DV um þessi málaferli. Blaðið bendir enn fremur á að Sara Lind hafi stefnt blaðinu vegna sömu ummæla og fengið tvö af ummælunum 15 dæmd ómerk þar sem hún er ekki „opinber persóna“. Ummælin sem hér um ræðir eru:  „Ólga vegna ástkonu“ og „Laganemi gerður að yfirmanni“.

Sjá frétt DV hér

Sjá dóm Héraðsdóms hér