DN ætlar að taka gjald inn á vefinn

Dagens Næringsliv,  öflugasta viðskiptablað Noregs, hyggst nú um helgina hefja gjaldtöku fyrir aðgang að vef blaðsins. Gjaldtakan hefur verið lengi í undirbúningi stjórnendur telja sig nú loks tilbúna í slaginn.  Aðalritstjóri blaðsins, Armund Djuve segir að gjaldtöku aðferðin sem blaðið hyggist nota sé þannig að áfram verði til ákveðinn hluti af fréttum og umfjöllun ókeypis á vefsetrinu en  gert sé ráð fyrir að notendur muni fljótlega sjá að það sem fæst frítt sé aðeins lítill hluti þess fjölbreytta efnis sem hægt sé að nálgast það.  Hann gerir ráð fyrir að ókeypis hluti netsins verði með frambærilegt efni sem geti þá keppt við aðrar viðskiptasíður á netinu um fréttir og annað, en lesendur muni hins vegar átta sig á að þeir fari á mis við mikið af öflugu og góðu ritstjórnarefni með því að vera ekki í áskrift að öllum pakkanum.

Sjá nánar hér