EFJ: Blaðamenn verja tjáningarfrelsi

Í kjölfar árásanna í París s.l. föstudag hefur Evrópusamband blaðamanna vottað aðstandendum fórnarlambanna, þar á meðal blaðamannsins Guillaume B. Decherf og tökumannsins Mathieu Hoche.  Framkvæmdastjóri EFJ, Ricardo Gutierrez segir viðbrögð frönsku þjóðarinnar við hryðjuverkunum aðdáunarverð - þar komi fram að hún láti ekki hræða sig. “Ekki frekar en blaðamennirnir sem vinna allan sólarhringinn við að færa borgurum upplýsingar um þessi voðaverk,” segir hann. Framkvæmdastjórinn segir ennfremur: “Blaðamenn munu ekki láta undan, og rétt eins og í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo þá munu blaðamenn halda áfram að verja tjáningarfrelsið en forðast að fara inn á slóðir hatursorðræðu. Það er er sú virðing sem sæmir best virðingu fórnarlambanna.”

EFJ segir að ákall sambandsins frá því í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo í janúar sé en í fullu gildi en það var eftirfarandi:

Hvað ber blaðamönnum að gera? 

  • Andæfa öllum freistingum um auknar njósnaheimildir því blaðamenn vilja ekki samfélag  þar sem persónulegt og félagslegt frelsi okkar er kæft í nafni þjóðaröryggis.

  • Ekki láta ótta eða hatur ná yfirhöndinni.

  • Berjast gegn staðalmyndum og óstaðfestum sögusögnum.

  • Fordæma ógnvænlegar afleiðingar mismununar og misskiptingar meðal fólks.

  • Framar öllu að spyrja í sífellu um siðferðilega ábyrgð okkar sem blaðamanna.

 Ricardo Gutiérrez segir um þetta: “Það er á okkar ábyrgð að rækja varðhundshlutverk okkar þrátt fyrir alla erfiðleika sem við kunnum að mæta.”