IFJ #endimpunity

Í dag fer fram fundur í Brussel á vegum Evrópusambands blaðamanna þar sem lýst er stuðningi við átak Alþjóðasamtaka blaðamanna um baráttu gegn friðhelgi þeirra sem ráðast að blaðamönnum. Baráttan gengur undir slagorðinu IFJ #endimpunity campaign. Tölur frá  IFJ sýna að á síðasta ári, 2014 ,voru 118 blaðamenn drepnir við störf sín og að einungis 10% þessara drápa voru rannsökuð.  Tölfræðin varðandi árásir á blaðamenn sem enduðu ekki í dauða þeirra er enn verri og svo virðist sem stjórnvöld víða um heim sinni ekki þeirri skyldu sinni að elta upp árásarmenn,og morðingja sem ráðast á blaðamenn. Átakið stendur frá deginum í dag og fram til 25. nóvember.
Sjá einnig hér