Áhyggjur af tilskipun um viðskiptaleynd í ESB

Evrópusamband blaðamanna (EFJ)ásamt nokkrum samtökum í Evrópu sem láta sig frelsi fjölmiðla og faglega blaðamennsku varða hafa lýst áhyggjum sínum af nýrri löggjöf sem samþykkt var í Evrópuþinginu í gær. Um er að ræðatilskipun um viðskiptaleynd, sem verið hefur í smíðum um nokkurt skeið, en tilskipuninni er ætlað að vernda fyrirtæki gegn iðnaðarnjósnum. EFJ bendir á að með þessari tilskipun sé viðskiptablaðamönnum gert mjög erfitt fyrir við að vinna störf sín. Það sé sérstaklega óheppilegt- ekki síst nú þegar Panamaskjölin hafa dregið fram mikilvægi frjálsra fjölmiðla til að veita viðskiptalífinu aðhald.

 Sjá einnig hér