Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Panamaskjölin sem birt voru í gær afhjúpa starfsemi eins helsta fyrirtækisins í heiminum á sviði aflandsviðskipta, Mossack-Fonseca í Panama, byggja á leka sem upphaflega kom til Suddeutse Zeitung.  Um var að ræða um 2,6 terabita af gögnum sem Suddeutse Zeitung síðan fékk Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) í lið með sér ásamt um 100 fjölmiðlum  til að skoða ítarlega.  Segja má að þetta verkefni – eins og raunar önnur sem ICJI hefur stýrt - sýni gildi alþjóðlegs samstarfs og tengslaneta í blaðamennsku. Hér á landi var samstarfsaðilinn Reykjavík Media, eins og fram hefur komið.  Á heimasíðu ICJI er að finna ýmsar upplýsingar um þetta verkefni og meðal annars má finna þar yfirlit yfir  ýmsa tölfræði sem unnin hefur verið upp úr gögnunum. Þar kemur m.a.fram að Landsbankinn í Luxemborg var meðal þeirra 10 banka sem hvað óskaði eftir að fá skráð aflandsfyrirtæki hjá panamska þjónustuaðilanum eða rúmlega 400.

Sjá nánar hér